Jamie Dornan og Dakota Jones hafa hrist upp í heimsbyggðinni sem Gray og Ana.vísir/getty
Aðsóknartölur hrundu niður um sextíu og sex prósent milli vikna á Fifty Shades of Gray í kvikmyndahúsum landsins.
„Tölurnar eru vissulega í hærra lagi,“ segir Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndforms dreifingaraðila myndarinnar hér á landi. „Umtalið og slakir dómar hjálpuðu heldur ekki til.“ Þá má einnig útskýra þetta mikla fall milli vikna með gríðarlegri aðsókn á Valentínusardaginn sem skekkir í framhaldinu tölur næstu helgar.