Gunnar: Það er slæm þróun að íslensk lið taki ekki þátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Gunnar Magnússon er hér með strákana á bak við sig, klára í slaginn gegn makedónska liðinu. vísir/vilhelm Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira