Vilhjálmur Bretaprins minntist móður sinnar í hjartnæmri ræðu Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 11:04 Vilhjálmur Bretaprins þegar hann flutti ræðuna í gær. Vísir/YouTube Vilhjálmur Bretaprins hreyfði við mörgum þegar hann flutti einlæga ræðu um móður sína Díönu prinsessu af Wales sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997. Ræðuna flutti Vilhjálmur, sem er annar í röðinni að bresku krúnunni, við kvöldverðarfagnað í Banquetting Hall í Lundúnum í tilefni þess að 21 ár er frá því að góðgerðasamtökin Child Bereavement voru stofnuð. Samtökin styðja foreldra sem hafa misst barn eða eiga dauðvona barn. Díana prinsessa hjálpaði til við að koma þessum samtökum á fót og er Vilhjálmur nú verndari þeirra.Díana ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Lundúnum árið 1995.Vísir/AFPHann sagðist sjálfur hafa átt erfitt þegar hann missti móður sína fyrir átján árum. „Það sem móðir mín skyldi þá, og það sem ég skil núna, er að sorgin er ein sú sársaukafyllsta upplifun sem barn eða foreldri getur gengið í gegnum,“ sagði Vilhjálmur. Stofnandi samtakanna, Julia Samuel, var ein af bestu vinkonum Díönu og er guðmóðir sonar Vilhjálms, Georgs prins. „Fyrir tuttugu og einu ári var móðir mín viðstödd stofnun Child Bereavement-góðgerðasamtakanna. Fimmtán árum síðar var mér veittur sá heiður að gerast verndari þeirra og halda þannig áfram því góða starfi sem móðir mín sinnti. Hún var staðráðin í því að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda og hún hefði verið afar stolt, líkt og ég, af öllu því sem samtökin hafa áorkað.“ Á meðal þeirra sem styðja samtökin er Gary Barlow úr hljómsveitinni Take That. Hann og eiginkona hans Dawn urðu fyrir miklu áfalli þegar dóttir þeirra Poppy fæddist andvana árið 2012. „Okkur Dawn hefur ávallt þótt erfitt að ræða sorg okkar. Í stað þess mun ég syngja glaðværa tónlist til stuðnings samtakanna til að þakka fyrir alla þá hjálp sem þið hafið veitt okkur og öðrum fjölskyldum,“ sagði Barlow í gær. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins hreyfði við mörgum þegar hann flutti einlæga ræðu um móður sína Díönu prinsessu af Wales sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997. Ræðuna flutti Vilhjálmur, sem er annar í röðinni að bresku krúnunni, við kvöldverðarfagnað í Banquetting Hall í Lundúnum í tilefni þess að 21 ár er frá því að góðgerðasamtökin Child Bereavement voru stofnuð. Samtökin styðja foreldra sem hafa misst barn eða eiga dauðvona barn. Díana prinsessa hjálpaði til við að koma þessum samtökum á fót og er Vilhjálmur nú verndari þeirra.Díana ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Lundúnum árið 1995.Vísir/AFPHann sagðist sjálfur hafa átt erfitt þegar hann missti móður sína fyrir átján árum. „Það sem móðir mín skyldi þá, og það sem ég skil núna, er að sorgin er ein sú sársaukafyllsta upplifun sem barn eða foreldri getur gengið í gegnum,“ sagði Vilhjálmur. Stofnandi samtakanna, Julia Samuel, var ein af bestu vinkonum Díönu og er guðmóðir sonar Vilhjálms, Georgs prins. „Fyrir tuttugu og einu ári var móðir mín viðstödd stofnun Child Bereavement-góðgerðasamtakanna. Fimmtán árum síðar var mér veittur sá heiður að gerast verndari þeirra og halda þannig áfram því góða starfi sem móðir mín sinnti. Hún var staðráðin í því að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda og hún hefði verið afar stolt, líkt og ég, af öllu því sem samtökin hafa áorkað.“ Á meðal þeirra sem styðja samtökin er Gary Barlow úr hljómsveitinni Take That. Hann og eiginkona hans Dawn urðu fyrir miklu áfalli þegar dóttir þeirra Poppy fæddist andvana árið 2012. „Okkur Dawn hefur ávallt þótt erfitt að ræða sorg okkar. Í stað þess mun ég syngja glaðværa tónlist til stuðnings samtakanna til að þakka fyrir alla þá hjálp sem þið hafið veitt okkur og öðrum fjölskyldum,“ sagði Barlow í gær.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira