Innlent

Einstök norðurljósadýrð í höfuðborginni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/skjáskot
Norðurljósin hafa verið einstök víða um land í vetur. Höfuðborgarbúum gefst þó sjaldan tækifæri til að sjá þau skarta sínu fegursta, enda ljósmengunin töluverð.

Snorri Þór Tryggvason og Pétur Kristján Guðmundsson hjá Borgarmyndum ehf lögðu því mikla vinnu í að ná góðum myndum, og tók það þá um þrjátíu kvöld og nætur að ná að festa ljósadýrðina í Reykjavík á filmu.

Myndin var tekin upp í miðbæ Reykjavíkur í vetur en afraksturinn má sjá hér fyrir neðan. Tónlistina samdi Pétur Jónsson. Hægt er að sjá alla tökustaði hér.

Reykjavik Aurora from Iceland Aurora Films on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×