Blóð, Bush, Dóri, Davíð Natan Kolbeinsson skrifar 30. september 2015 06:00 Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar