Innlent

Milljóna fjárfesting í súginn

Svavar Hávarðsson skrifar
Í höfn. Af tæplega 200 bátum fá fæstir kvóta sem byggja má á.
Í höfn. Af tæplega 200 bátum fá fæstir kvóta sem byggja má á. fréttablaðið/gva
Landssamband smábátaeigenda segir að breytingar á reglugerð sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar beri þess merki að hann hafi ekki í hyggju að falla frá kvótasetningu smábáta í makríl, heldur þvert á móti.

„Þar er kjöt fest á bein kvótasetningarinnar með því að heimila framsal veiðiheimilda sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Fækkun báta er því fyrirsjáanleg verði ekki horfið frá kvótasetningu,“ segir í frétt LS.

LS bendir á að kvóti á hvern smábát hafi þær afleiðingar að tugir sjómanna sem keypt hafa búnað til veiðanna muni nú verða að greiða af fjárfestingu sinni án þess að fá tekjur á móti. „Engin not verða fyrir fjárfestingu upp á hundruði milljóna.

LS hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, vegna málsins. Hann svaraði þeirri ósk á miðvikudag með þeim orðum að það sé ekki mögulegt á næstu vikum. Það harmar LS enda valdi embættisfærslan hundruðum einstaklinga milljóna tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×