Innlent

Björgunarsveitir sóttu slasaðan göngumann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn féll í Naustahvilft, ofan við flugvöllinn á Ísafirði.
Maðurinn féll í Naustahvilft, ofan við flugvöllinn á Ísafirði. vísir/pjetur
Göngumaður slasaðist þegar hann féll í Naustahvilft, ofan við flugvöllinn á Ísafirði. Meiddist hann á fæti og er talinn brotinn á ökkla.

Mannskapur frá björgunarsveitum í Hnífsdal, Ísafirði og Bolungarvík var kallaður út og er kominn á slysstað.

Verið er að búa hinn slasaða undir flutning í börum niður fjallshlíðina þangað sem sjúkrabíll bíður þess að flytja hann undir læknishendur, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×