Innlent

Grunur um nauðgun á Hótel Plaza: Rannsókn í fullum gangi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem er grunaður um nauðgun var yfirheyrður í Bandaríkjunum.
Maðurinn sem er grunaður um nauðgun var yfirheyrður í Bandaríkjunum. Vísir/Stefán
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri nauðgun á Hótel Plaza í Reykjavík miðar vel. Þetta segir Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en kona kærði karlmann fyrir nauðgun á hótelinu þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn.

Rannsókn málsins hefur verið unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum en skömmu eftir að kæran barst kom í ljós að maðurinn var farinn úr landi. Var hann yfirheyrður í Bandaríkjunum í samstarfi við þarlend yfirvöld en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig yfirheyrt nokkra einstaklinga í tengslum við málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×