Lífið

Frábært kynningarmyndband fyrir Snoop: Fólk á eftir að tryllast þegar það sér leynigestina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristinn Bjarnason er einn af þeim sem er að skipuleggja þetta partí.
Kristinn Bjarnason er einn af þeim sem er að skipuleggja þetta partí. vísir
„Þetta er í raun myndband sem var gert og unnið fyrir okkur af Hyperize og við erum mjög stoltir af því að hafa unnið myndband með þessum mönnum sem koma einnig að viðburðinum okkar á öðrum forsendum,“segir Kristinn Bjarnason, viðburðarstjóri.

Rappgoðsögnin Snoop Dogg kemur hingað til lands í sumar og heldur partí í Laugardalshöll þann 16. júlí.

Sjá einnig: Snoop Dogg heldur partí í Laugardalshöll

Snoop Dogg hefur áður komið til landsins, en þá hélt hann tónleika. Nú er hann í öðrum erindagjörðum. Nú kemur rapparinn fram sem DJ Snoopadelic, en hann hefur ferðast um heiminn og haldið veislur víðs vegar. Snoop stýrir þá gleðskap í nokkra klukkutíma, leikur sína uppáhaldstónlist í bland við eigin lög sem hann rappar.

Hyperize vann myndbandið.
„Þessir menn hafa unnið fyrir mjög stóra tónlistarmenn erlendis og klúbba út í London. Þessi viðburður verður magnaður og þarna kemur allur rjóminn af plötusnúðunum og tónlistarmönnum í hip-hop senunni og poppinu þegar við sláum til þessarar veislu í höllinni.“

Kristinn segir að Snoop verði upp á sviði í rúmlega tvo tíma.

„Hann verður að þeyta skífum í rúmlega tvær klukkustundir og mun síðan einnig rappa sína helstu slagara.“

Hann segir að leynigestir eigi eftir að mæta á svæðið.

„Fólk á eftir tryllast þegar það sér hverjir það eru, þetta eru íslenskir listamenn sem eiga eftir að koma á óvart. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér miða, þeir eru að seljast nokkuð fljótt,“ segir Kristinn en fjögur þúsund miðar verða í boði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.