Innlent

Kylfingar á Kálfatjörn fá stuðtæki frá Kvenfélaginu

Jakob Bjarnar skrifar
Hilmar Egill og Hanna auk Ingu Rutar Hlöðversdóttur sem er formaður Lions Vogum og svo Jón Ingi Baldvinsson varaformaður Golfklúbbsins.
Hilmar Egill og Hanna auk Ingu Rutar Hlöðversdóttur sem er formaður Lions Vogum og svo Jón Ingi Baldvinsson varaformaður Golfklúbbsins. steinar smári
Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd var gefin góð gjöf nú á dögunum, frá Kvenfélaginu Fjólu og Lionsklúbbnum í Vogum: Hjartastuðtæki.

Kvenfélagið Fjóla í Vogum er vel virkt, stendur fyrir ýmsum góðgerðarmálum og nú var komið að kylfingum á Kálfatjarnarvelli að njóta góðs af rausn þess og velvilja. Nokkuð er um að heldra fólk stundi golfíþróttina og þá er gott að vera við öllu búinn. Hjartastuðtækið mun stórauka öryggi á vellinum, enda gæti það tekið sjúkrabíl allt að 20 mínútum að komast út á Kálfatjarnarvöll þegar svo ber undir.

Golfvöllurinn á Vatnsleysuströnd er vinsæll níu holu völlur og er þar potturinn og pannan sjálfur Jörundur Guðmundsson skemmtikraftur með meiru. Hanna Helgadóttir er formaður Kvenfélagsins Fjólu Vogum og hún afhenti Hilmari Agli Sveinbjörnssyni hina góðu gjöf í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×