Barnið er ekki tryggt nema fyrir örorku eða dauða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2015 21:15 Foreldrar á Selfossi eru mjög ósátt við þær tryggingar sem dagforeldrar í Sveitarfélaginu Árborg eru með eftir að tæplega tveggja ára dóttir þeirra brenndist illa. Svörin sem þau fá er að barnið sé ekki tryggt nema fyrir örorku eða dauða. Guðrún Birna Sveinbjörnsdóttir verður tveggja ára í haust. Hún var hjá dagforeldrum í vetur en 20. febrúar gerðist slysið, hún náði að toga pott af hellu, sem var sjóðandi heitur og fékk hluta af vatninu yfir sig og hlaut djúpan annars stigs bruna á 15 prósentum líkamans. „Hún var ekki gróinn fyrr en um miðjan maí, þannig að það er mjög hægur bati, en þetta er náttúrulega stórt svæði, en fyrir utan það hefur þetta gengið framar vonum,“ segir Bryndís Erlingsdóttir, móðir Guðrúnar Birnu. Foreldrar Guðrúnar Birnu eru mjög ósátt með hversu lélegar tryggingar dagforeldra eru. „Það er býsna mikið af hlutum sem betur hefðu mátt fara. Fyrir það fyrsta yfirumsjón með dagforeldrum, það örlar eitthvað lítið á henni. Svo bara tryggingamál, þessi trygging sem dagforeldrar eru með hér tryggir bara örorku eða dauða.“En hvað niðurstöðu vill Bryndís sjá í málinu? „Ég vill bara að barnið mitt fái einhverjar bætur, ég veit að þetta á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér fyrir hana. Ég veit það alveg að peningar eru það ekki sem bjarga öllum, það í rauninni lagar ekki mikið fyrir hana en það er þá allavega eitthvað“, segir Bryndís. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar segir dagforeldra sjálfstæða atvinnurekendur og því sé ekki við Árborg að sakast í þessu máli. „Þeir þurfa að leggja fram yfirlýsingu um að þeir hafi slysatryggingu þegar þeir fá leyfi til að starfa sem slíkir, sveitarfélagið gefur út slík leyfi og það er eitt af skilyrðunum að hafa þessa tryggingu,“ segir Ásta og bætir við. „Að sjálfsögðu geta dagforeldrar keypt sér víðtækari tryggingar ef þeir það kjósa og síðan er inn í heimilistryggingum hjá flestum einhverskonar slysatryggingar.En er við sveitarfélagið að sakast? „Sveitarfélagið getur ekki gert strangari kröfur en tilgreindar eru í reglugerðinni,“ segir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Tengdar fréttir Sautján mánaða barn fékk pott af sjóðandi heitu vatni yfir sig "Bæturnar eru engar fyrir þjáningu barnsins,“ segir Bryndís Erlingsdóttir, móðir stúlkunnar. 25. júní 2015 15:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Foreldrar á Selfossi eru mjög ósátt við þær tryggingar sem dagforeldrar í Sveitarfélaginu Árborg eru með eftir að tæplega tveggja ára dóttir þeirra brenndist illa. Svörin sem þau fá er að barnið sé ekki tryggt nema fyrir örorku eða dauða. Guðrún Birna Sveinbjörnsdóttir verður tveggja ára í haust. Hún var hjá dagforeldrum í vetur en 20. febrúar gerðist slysið, hún náði að toga pott af hellu, sem var sjóðandi heitur og fékk hluta af vatninu yfir sig og hlaut djúpan annars stigs bruna á 15 prósentum líkamans. „Hún var ekki gróinn fyrr en um miðjan maí, þannig að það er mjög hægur bati, en þetta er náttúrulega stórt svæði, en fyrir utan það hefur þetta gengið framar vonum,“ segir Bryndís Erlingsdóttir, móðir Guðrúnar Birnu. Foreldrar Guðrúnar Birnu eru mjög ósátt með hversu lélegar tryggingar dagforeldra eru. „Það er býsna mikið af hlutum sem betur hefðu mátt fara. Fyrir það fyrsta yfirumsjón með dagforeldrum, það örlar eitthvað lítið á henni. Svo bara tryggingamál, þessi trygging sem dagforeldrar eru með hér tryggir bara örorku eða dauða.“En hvað niðurstöðu vill Bryndís sjá í málinu? „Ég vill bara að barnið mitt fái einhverjar bætur, ég veit að þetta á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér fyrir hana. Ég veit það alveg að peningar eru það ekki sem bjarga öllum, það í rauninni lagar ekki mikið fyrir hana en það er þá allavega eitthvað“, segir Bryndís. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar segir dagforeldra sjálfstæða atvinnurekendur og því sé ekki við Árborg að sakast í þessu máli. „Þeir þurfa að leggja fram yfirlýsingu um að þeir hafi slysatryggingu þegar þeir fá leyfi til að starfa sem slíkir, sveitarfélagið gefur út slík leyfi og það er eitt af skilyrðunum að hafa þessa tryggingu,“ segir Ásta og bætir við. „Að sjálfsögðu geta dagforeldrar keypt sér víðtækari tryggingar ef þeir það kjósa og síðan er inn í heimilistryggingum hjá flestum einhverskonar slysatryggingar.En er við sveitarfélagið að sakast? „Sveitarfélagið getur ekki gert strangari kröfur en tilgreindar eru í reglugerðinni,“ segir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.
Tengdar fréttir Sautján mánaða barn fékk pott af sjóðandi heitu vatni yfir sig "Bæturnar eru engar fyrir þjáningu barnsins,“ segir Bryndís Erlingsdóttir, móðir stúlkunnar. 25. júní 2015 15:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Sautján mánaða barn fékk pott af sjóðandi heitu vatni yfir sig "Bæturnar eru engar fyrir þjáningu barnsins,“ segir Bryndís Erlingsdóttir, móðir stúlkunnar. 25. júní 2015 15:30