Sautján mánaða barn fékk pott af sjóðandi heitu vatni yfir sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2015 15:30 Stúlkan hlaut annars og þriðju stigs bruna á 15 prósent líkamans. Mynd/Bryndís Erlingsdóttir „Er það virkilega svo að dóttir mín fái engar bætur fyrir þjáningu sína?“ spyr Bryndís Erlingsdóttir, móðir sautján mánaða stúlkubarns sem brenndist illa á fótum þegar hún dvaldi hjá dagforeldri í Árborg. Bryndís segir að slysið hafi borið að eftir að dóttir hennar hafði verið að kýtast við annað barn og dagmóðir hennar stíað þeim í sundur. „Hún sat í háum barnastól og var færð frá barninu og að eldavélinni en þar stór pottur fullur af heitu vatni sem hún togaði yfir sig,“ segir Bryndís. Dóttir Bryndísar hlaut djúpan annars stigs bruna á um 15 prósent líkamans og á þriðja stigs bruna á nokkrum stöðum. Var hún flutt með snatri í sjúkrabíl á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Þar dvaldi hún í rúmar sjö vikur eftir slysið en gróandi sáranna gekk hægt og illa enda stórt svæðið sem brann.Þjáningar barnsins óbættar Bryndís segir að dóttir sín eigi eftir að fara í fjölda aðgerða vegna slyssins og taki kláðalyf á hverju kvöldi vegna verkjanna. Hún gangi í þrýstingsklæðum á hverjum degi til að minnka örin sem hylja fætur hennar. Þá megi hún ekki fara út í sól í rúm tvö ár. Slysið mun því hafa mikil áhrif á líf dóttur hennar næstu árin og kveðst Bryndís verulega ósátt við tryggingar dagforeldra. Dóttir hennar hafi einungis verið tryggð fyrir örorku eða dauða þegar hún var í umsjón dagforeldrisins. Dagforeldrum er skylt að útvega börnunum sem hjá þeim dvelja slysabætur en að sögn Bryndísar dekkuðu þær einungis kostnað við lyf, ferðir og annað sem tengist slysinu með beinum hætti. Upphæðin sé lág, um 361 þúsund krónur. „Þannig að bæturnar eru engar fyrir þjáningu barnsins,“ segir Bryndís.Mynd/bryndís„Ekki eins og ég hafi keypt Chihuahua-hund“ Bryndís segir að mikið vanti upp á tryggingar fyrir börn .„Fyrir það fyrsta þá virðast börn ekki vera tryggð almennilega inni í fjölskyldutryggingum. Við erum með heimils- og fjölskyldutryggingu en síðan þarf maður að kaupa sérstaka tryggingu fyrir barnið sitt sem mér finnst mjög fáránlegt því það er ekki eins og ég hafi keypt Chihuahua-hund úti á götu,“ segir Bryndís. Í ljósi þess hafi þau þá reynt að sækja í ábyrgðartryggingu dagmömmunnar en þegar á hólminn var komið reyndist hún ekki hafa neina slíka tryggingu. Bryndís undirstrikar að hún vilji með engu móti kasta skugga á störf dagforeldra. „Dagmamman sem við vorum hjá er alveg yndislegt en slysin geta alltaf gerst,“ segir Bryndís.Dagforeldar einungis með slysatryggingu Kristrún Ásgeirsdóttir hjá Samtökum dagforeldra á Suðurlandi segir að fólk sé núna að átta sig á því hvað börnin séu í raun lítið tryggð. Upphæðin sem fáist úr slysatryggingunum sé lág og taki ekki tillit til vinnutaps foreldranna sem af slysi sem þessu getur hlotist. Það sé þó eina tryggingin sem dagforeldrar hafi viljað kaupa. Kristrún segir að Samtök dagforeldra á Suðurlandi styðji Bryndísi heilshugar í baráttu sinni enda sé þetta agalegt leiðinlegt mál. Hún segir að tryggingarfélag dagforeldrisins skoði nú hvort að dóttir Bryndísar eigi rétt á örorkubótum eftir slysið en félagið vildi ekki tjá sig við Vísi þegar leitast var eftir því. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Er það virkilega svo að dóttir mín fái engar bætur fyrir þjáningu sína?“ spyr Bryndís Erlingsdóttir, móðir sautján mánaða stúlkubarns sem brenndist illa á fótum þegar hún dvaldi hjá dagforeldri í Árborg. Bryndís segir að slysið hafi borið að eftir að dóttir hennar hafði verið að kýtast við annað barn og dagmóðir hennar stíað þeim í sundur. „Hún sat í háum barnastól og var færð frá barninu og að eldavélinni en þar stór pottur fullur af heitu vatni sem hún togaði yfir sig,“ segir Bryndís. Dóttir Bryndísar hlaut djúpan annars stigs bruna á um 15 prósent líkamans og á þriðja stigs bruna á nokkrum stöðum. Var hún flutt með snatri í sjúkrabíl á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Þar dvaldi hún í rúmar sjö vikur eftir slysið en gróandi sáranna gekk hægt og illa enda stórt svæðið sem brann.Þjáningar barnsins óbættar Bryndís segir að dóttir sín eigi eftir að fara í fjölda aðgerða vegna slyssins og taki kláðalyf á hverju kvöldi vegna verkjanna. Hún gangi í þrýstingsklæðum á hverjum degi til að minnka örin sem hylja fætur hennar. Þá megi hún ekki fara út í sól í rúm tvö ár. Slysið mun því hafa mikil áhrif á líf dóttur hennar næstu árin og kveðst Bryndís verulega ósátt við tryggingar dagforeldra. Dóttir hennar hafi einungis verið tryggð fyrir örorku eða dauða þegar hún var í umsjón dagforeldrisins. Dagforeldrum er skylt að útvega börnunum sem hjá þeim dvelja slysabætur en að sögn Bryndísar dekkuðu þær einungis kostnað við lyf, ferðir og annað sem tengist slysinu með beinum hætti. Upphæðin sé lág, um 361 þúsund krónur. „Þannig að bæturnar eru engar fyrir þjáningu barnsins,“ segir Bryndís.Mynd/bryndís„Ekki eins og ég hafi keypt Chihuahua-hund“ Bryndís segir að mikið vanti upp á tryggingar fyrir börn .„Fyrir það fyrsta þá virðast börn ekki vera tryggð almennilega inni í fjölskyldutryggingum. Við erum með heimils- og fjölskyldutryggingu en síðan þarf maður að kaupa sérstaka tryggingu fyrir barnið sitt sem mér finnst mjög fáránlegt því það er ekki eins og ég hafi keypt Chihuahua-hund úti á götu,“ segir Bryndís. Í ljósi þess hafi þau þá reynt að sækja í ábyrgðartryggingu dagmömmunnar en þegar á hólminn var komið reyndist hún ekki hafa neina slíka tryggingu. Bryndís undirstrikar að hún vilji með engu móti kasta skugga á störf dagforeldra. „Dagmamman sem við vorum hjá er alveg yndislegt en slysin geta alltaf gerst,“ segir Bryndís.Dagforeldar einungis með slysatryggingu Kristrún Ásgeirsdóttir hjá Samtökum dagforeldra á Suðurlandi segir að fólk sé núna að átta sig á því hvað börnin séu í raun lítið tryggð. Upphæðin sem fáist úr slysatryggingunum sé lág og taki ekki tillit til vinnutaps foreldranna sem af slysi sem þessu getur hlotist. Það sé þó eina tryggingin sem dagforeldrar hafi viljað kaupa. Kristrún segir að Samtök dagforeldra á Suðurlandi styðji Bryndísi heilshugar í baráttu sinni enda sé þetta agalegt leiðinlegt mál. Hún segir að tryggingarfélag dagforeldrisins skoði nú hvort að dóttir Bryndísar eigi rétt á örorkubótum eftir slysið en félagið vildi ekki tjá sig við Vísi þegar leitast var eftir því.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira