Innlent

Breski ferðamaðurinn er fundinn

Atli Ísleifsson skrifar
Þingvallavatn.
Þingvallavatn. Vísir/Pjetur
Breski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Þingvöllum frá því í morgun er fundinn.

Hann fannst á göngu við Botnsúlur þegar leitarmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar komu auga á hann.

Í frétt á vef lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. „Hann var þreyttur og illa áttaður en að öðru leiti vel á sig kominn.

Lögregla þakkar leitarmönnum öllum vel unnin störf.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×