Innlent

Hrekkja með tilkynningum um risavinning í Víkingalottói

Birgir Olgeirsson skrifar
Íslendingur var með fyrsta vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 161 milljón króna eftir síðasta Víkingalottóútdrátt og hefur verið látinn vita.
Íslendingur var með fyrsta vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 161 milljón króna eftir síðasta Víkingalottóútdrátt og hefur verið látinn vita. Vísir/Valli
Eftir síðasta Víkingalottóútdrátt kom í ljós að einn Íslendingur var með fyrsta vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 161 milljón króna, vinningshafinn er í áskrift og hefur verið látinn vita af vinningnum.

Í kjölfarið af þessum vinningi hafa óprúttnir aðilar gert sér það að leik að senda tölvupósta til einstaklinga þar sem þeim er tilkynnt að þeir hafi unnið 161 milljón í Víkingalottóinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vill árétta að þessi tölvupóstur er ekki frá Íslenskri getspá kominn og þykir leitt að fólki  sé valdið þessu ónæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×