Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun