Sundlaug og hoppdýna í Bláfjöllum í dag Guðrún Ansnes skrifar 22. maí 2015 09:30 Davíð hvetur fólk til að ganga lengra og mæta í búningum í dag, enda muni stemningin mögulega ná nýjum hæðum. „Það er ennþá nóg af snjó, svo mikill reyndar að það gæti komið mörgum á óvart,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, upphafsmaður brettaveislunnar, aðspurður um stöðuna í Bláfjöllum í maí, en í dag verður Summerjam haldið þar í fjórða skiptið. „Þetta verður geggjað, við erum búin að vera í þrjá daga að moka snjó og búa til palla fyrir skíðaparkið,“ segir Davíð. Mun allri norðurleiðinni, öxlinni, breytt í almennilegt brettasvæði með tilheyrandi búnaði, ásamt því að plötusnúðnum DJ Lehoe verður komið fyrir í miðju fjallinu, þar sem hann spilar músík svo undir tekur í fjallgarðinum. „Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á að hoppa á stærðarinnar uppblásna dýnu af stökkpallinum, en hún er flutt til Reykjavíkur að norðan sérstaklega fyrir þetta tilefni,“ útskýrir Davíð. Og áfram heldur hann: „Við höfum mokað eins og hálfs metra djúpa sundlaug sem verður fyllt af vatni og er til þess fallin að brettagarparnir komi á ferðinni og fleyti sér yfir hana,“ segir Davíð og bætir við að búið sé að koma upp sólbaðsbekkjum líkt og tíðkist við allar almennilegar sundlaugar enda veðurspáin eins og pöntuð fyrir viðburðinn. „Upphaflega ætluðum við að hafa þetta á laugardag, en breyttum því svo snarlega þegar veðurspáin var ljós, en spáð er logni, heiðskíru og sex gráðu hita. Það verður ekki betra.“Flott veður, flottir pallar, flott stökk, flott lið á brettum. Byrjum á flottum tíma kl. 17-24. Búast má við flottri stemmingu. KOMA SVVVOOOOPosted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Friday, May 22, 2015Eins og áður segir er Summerjamið haldið í fjórða skipti í ár, og býst Davíð við að hópur fólks muni láta sjá sig líkt og árin á undan. „Þetta byrjaði nú upphaflega þannig að búið var að loka skíðasvæðinu en feikinóg af snjó ennþá. Úr varð að ég fékk að henda í viðburð sem varð svona vinsæll að ekki er hægt að hætta.“Hefjast herlegheitin klukkan fjögur í dag og standa fram eftir kvöldi, og kostar tvö þúsund krónur inn. Hægt er að kynna sér málið nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það er ennþá nóg af snjó, svo mikill reyndar að það gæti komið mörgum á óvart,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, upphafsmaður brettaveislunnar, aðspurður um stöðuna í Bláfjöllum í maí, en í dag verður Summerjam haldið þar í fjórða skiptið. „Þetta verður geggjað, við erum búin að vera í þrjá daga að moka snjó og búa til palla fyrir skíðaparkið,“ segir Davíð. Mun allri norðurleiðinni, öxlinni, breytt í almennilegt brettasvæði með tilheyrandi búnaði, ásamt því að plötusnúðnum DJ Lehoe verður komið fyrir í miðju fjallinu, þar sem hann spilar músík svo undir tekur í fjallgarðinum. „Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á að hoppa á stærðarinnar uppblásna dýnu af stökkpallinum, en hún er flutt til Reykjavíkur að norðan sérstaklega fyrir þetta tilefni,“ útskýrir Davíð. Og áfram heldur hann: „Við höfum mokað eins og hálfs metra djúpa sundlaug sem verður fyllt af vatni og er til þess fallin að brettagarparnir komi á ferðinni og fleyti sér yfir hana,“ segir Davíð og bætir við að búið sé að koma upp sólbaðsbekkjum líkt og tíðkist við allar almennilegar sundlaugar enda veðurspáin eins og pöntuð fyrir viðburðinn. „Upphaflega ætluðum við að hafa þetta á laugardag, en breyttum því svo snarlega þegar veðurspáin var ljós, en spáð er logni, heiðskíru og sex gráðu hita. Það verður ekki betra.“Flott veður, flottir pallar, flott stökk, flott lið á brettum. Byrjum á flottum tíma kl. 17-24. Búast má við flottri stemmingu. KOMA SVVVOOOOPosted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Friday, May 22, 2015Eins og áður segir er Summerjamið haldið í fjórða skipti í ár, og býst Davíð við að hópur fólks muni láta sjá sig líkt og árin á undan. „Þetta byrjaði nú upphaflega þannig að búið var að loka skíðasvæðinu en feikinóg af snjó ennþá. Úr varð að ég fékk að henda í viðburð sem varð svona vinsæll að ekki er hægt að hætta.“Hefjast herlegheitin klukkan fjögur í dag og standa fram eftir kvöldi, og kostar tvö þúsund krónur inn. Hægt er að kynna sér málið nánar á Facebook-síðu viðburðarins.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira