Innlent

Björgunarsveitir aðstoða á Holtavörðuheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn björgunarmanna er snarvitlaust veður er á háheiðinni og verða vegfarendur aðstoðaðir niður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Að sögn björgunarmanna er snarvitlaust veður er á háheiðinni og verða vegfarendur aðstoðaðir niður. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir frá Hvammstanga og úr Borgarfirði hafa verið kallaðar út til aðstoðar á Holtavörðuheiði þar sem flutningabíll situr þversum á veginum og lokar fyrir umferð.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að á þessari stundu sé ekki vitað um fjölda bifreiða er sitja fastar vegna þessa.

Að sögn björgunarmanna er snarvitlaust veður er á háheiðinni og verða vegfarendur aðstoðaðir niður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×