Innlent

Elsta manneskja heims látin

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gertrude Weaver var elsta manneskja heims.
Gertrude Weaver var elsta manneskja heims. vísir/ap
Elsta kona heims, hin 116 ára Gertrude Weaver, lést í dag á hjúkrunarheimili í Arkansans í Bandaríkjunum. Ekki eru nema sex dagar síðan hún hlaut titilinn, eftir að japönsk kona, Misao Okawa, lést 117 ára að aldri.

Ráð Weaver til langlífis voru að nota nægilega mikið af rakakremi, koma vel fram við alla, þykja vænt um nágrannanna og borða mat frá eigin eldamennsku.

Weaver hafði sagt að á 117 ára afmæli sínu, 4. júlí, að hún myndi bjóða Bandaríkjaforseta í afmælisveisluna.


Tengdar fréttir

Elsta manneskja heims látin

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu konunnar segir að hún hafi farið friðsamlega á vit forfeðra sinna, einfaldlega sofnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×