Innlent

Mega ekki nota lénið kexhotel.is

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Neytendastofa hefur bannað Álftavatni ehf. og Þorsteini Steingrímssyni að nota lénið kexhotel.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Kex Hostel ehf. sem taldi að með notkun lénsins væri brotið gegn vörumerkjarétti Kex Hostel.

Félagið Álftavatn rekur Hostel B47, við Barónsstíg 47 í Reykjavík. Taldi Neytendastofa að Kex Hostel og Hostel B47 væru keppinutar og að mikil líkindi væru með lénunum kexhostel.is og kexhotel.is. Því hljóti það að hafa verið Álftavatni ljóst að notkun lénsins bryti gegn einkarétti Kex Hostel.

Var Álftavatni ehf og Þorsteini Steingrímssyni því bönnuð notkun lénsins kexhotel.is og gert að afskrá lénið hjá ISNIC lénaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×