Sjö þúsund manns skrafla á internetinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. apríl 2015 12:15 Reynir og Gísli eru góðir félagar og keppa oft í skrafli, hvort sem það er í holdi eða í gegn um netið. Vísir/Valli Þeir Gísli Ásgeirsson og Reynir Hjálmarsson, meðlimur í stjórn Skraflfélags Íslands og fyrsti Íslandsmeistarinn í skrafli, eru meðal þeirra sjö þúsund notenda sem spila orðaleikinn góðkunna Skrafl á vefsíðunni Netskrafl.is. Gísli er núverandi Íslandsmeistari í skrafli og átti toppsætið á síðunni fyrir páska og hefur síðastliðna mánuði verið ofarlega á topplista netskraflsins, en um toppsætið ríkir jafnan hörð barátta.Tekur skraflið fram yfir sjónvarpið „Ég skrafla í hádeginu og kaffitímanum, svo skrafla ég dálítið á kvöldin. Ég tek þetta fram yfir sjónvarpið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu sem lokkar mann nema norrænar kvikmyndir sem maður sér öðru hverju,“ segir hann glaður í bragði, en talsvert hefur færst í aukana að fólk skrafli á netinu og hefur borðspilið verði ófáanlegt um nokkurt skeið. Gísli tekur það þó ekki nærri sér þegar honum er steypt af stóli og samkvæmt honum er talsverð rótering á efstu sætum listans. „Þetta er samfélag þeirra sem hafa gaman af orðaleiknum og það eiga allir að vera með og öll dýrin að vera í skóginum að vera vinir, ég er voðalega hrifinn af þeirri líkingu,“ segir Gísli hress.Áhugi á endurframleiðslu Áhugi er fyrir því að reyna að hefja endurframleiðslu á borðspilinu og hefur Reynir reynt að koma því í farveg en segir það hafa gengið hægt, því þótt stórgott sé að spila á netinu þá er enn skemmtilegra að grípa í borðspil og því er Gísli sammála: „Það er náttúrulega langskemmtilegast að spila við fólk í holdinu.“ Reynir hefur skraflað af og til frá ellefu ára aldri, en síðustu tvö ár hefur hann skraflað af meiri þunga. Hann og Gísli skrafla oft saman á netinu en Reynir hefur færst örlítið niður topplistann á síðustu vikum en kippir sér ekki mikið upp við það. „Mér finnst ágætt að vera ekki á toppnum og taka þá bara Íslandsmeistaratitilinn næst, svona án þess að nokkur búist við því. Ég hef stundum verið efstur en svo er ég búinn að spila illa núna síðustu tvær vikur og hrundi niður listann. Ég er að reyna að laga það og skora á Gísla, ég er að vinna hann núna en hann hefur sjálfsagt ekki sagt þér það,“ segir Reynir og hlær.Skraflið kemur að góðum notum Gísli og Reynir eru sammála um það að skraflið sé góður orðaleikur fyrir unga sem aldna og komi meðal annars að góðum notum í íslenskukennslu, en þó sé það ekki síðra fyrir þá sem eldri eru. „Ég ætla nú ekki að fara að tala eins og gamalmenni en ég verð sextugur í vor og þetta er eitt af því sem hjálpar manni að viðhalda andlegri færni og að kalka ekki, svo get ég líka spilað þetta við barnabörnin mín,“ segir Gísli hress að lokum. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Þeir Gísli Ásgeirsson og Reynir Hjálmarsson, meðlimur í stjórn Skraflfélags Íslands og fyrsti Íslandsmeistarinn í skrafli, eru meðal þeirra sjö þúsund notenda sem spila orðaleikinn góðkunna Skrafl á vefsíðunni Netskrafl.is. Gísli er núverandi Íslandsmeistari í skrafli og átti toppsætið á síðunni fyrir páska og hefur síðastliðna mánuði verið ofarlega á topplista netskraflsins, en um toppsætið ríkir jafnan hörð barátta.Tekur skraflið fram yfir sjónvarpið „Ég skrafla í hádeginu og kaffitímanum, svo skrafla ég dálítið á kvöldin. Ég tek þetta fram yfir sjónvarpið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu sem lokkar mann nema norrænar kvikmyndir sem maður sér öðru hverju,“ segir hann glaður í bragði, en talsvert hefur færst í aukana að fólk skrafli á netinu og hefur borðspilið verði ófáanlegt um nokkurt skeið. Gísli tekur það þó ekki nærri sér þegar honum er steypt af stóli og samkvæmt honum er talsverð rótering á efstu sætum listans. „Þetta er samfélag þeirra sem hafa gaman af orðaleiknum og það eiga allir að vera með og öll dýrin að vera í skóginum að vera vinir, ég er voðalega hrifinn af þeirri líkingu,“ segir Gísli hress.Áhugi á endurframleiðslu Áhugi er fyrir því að reyna að hefja endurframleiðslu á borðspilinu og hefur Reynir reynt að koma því í farveg en segir það hafa gengið hægt, því þótt stórgott sé að spila á netinu þá er enn skemmtilegra að grípa í borðspil og því er Gísli sammála: „Það er náttúrulega langskemmtilegast að spila við fólk í holdinu.“ Reynir hefur skraflað af og til frá ellefu ára aldri, en síðustu tvö ár hefur hann skraflað af meiri þunga. Hann og Gísli skrafla oft saman á netinu en Reynir hefur færst örlítið niður topplistann á síðustu vikum en kippir sér ekki mikið upp við það. „Mér finnst ágætt að vera ekki á toppnum og taka þá bara Íslandsmeistaratitilinn næst, svona án þess að nokkur búist við því. Ég hef stundum verið efstur en svo er ég búinn að spila illa núna síðustu tvær vikur og hrundi niður listann. Ég er að reyna að laga það og skora á Gísla, ég er að vinna hann núna en hann hefur sjálfsagt ekki sagt þér það,“ segir Reynir og hlær.Skraflið kemur að góðum notum Gísli og Reynir eru sammála um það að skraflið sé góður orðaleikur fyrir unga sem aldna og komi meðal annars að góðum notum í íslenskukennslu, en þó sé það ekki síðra fyrir þá sem eldri eru. „Ég ætla nú ekki að fara að tala eins og gamalmenni en ég verð sextugur í vor og þetta er eitt af því sem hjálpar manni að viðhalda andlegri færni og að kalka ekki, svo get ég líka spilað þetta við barnabörnin mín,“ segir Gísli hress að lokum.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira