Innlent

Ilmur tekin til starfa í ráðhúsinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ilmur hefur verið í fæðingarorlofi og leyfi frá kosningum en tekur við formennsku í velferðarráði í vor.
Ilmur hefur verið í fæðingarorlofi og leyfi frá kosningum en tekur við formennsku í velferðarráði í vor. Vísir/Valli
Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir hefur tekið til starfa í ráðhúsi Reykjavíkur en hún er borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar. Ilmur sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en þar lýsti hún gleði sinni yfir því að aðgangskortið hennar hafi virkað. 

„Ég er búin að vera í fæðingarorlofi og leyfi út af kvikmyndatöku,“ segir hún. „Þetta er frábær tilfinning og gaman að hitta þetta fólk.“

Ilmur segir að stemmingin í ráðhúsinu sé góð. „Ég tek svo við formennsku í velferðarráði í vor,“ segir hún. „Ég er mjög spennt fyrir því starfi, ég hef mikla trú á að við getum gert vel og að þetta snúist ekki bara um peninga. Að við getum breytt viðhorfi okkar til velferðarmála.“

Hún segist tilbúin í slaginn sem fylgir því að vera í velferðarráði. „Annars væri ég nú ekki að taka þetta að mér. Ég er alveg til í þennan slag. Ég hef mikinn áhuga á þessum málaflokki og brenn fyrir því að geta einhvernvegin bjargað heiminum,” segir hún. „Þetta er erfiður og þungur málaflokkur. Það er margt óunnið í þessum málaflokki og hann meira pláss og meiri athygli.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×