Innlent

Lagði áherslu á kynjajafnrétti

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
John Kerry. Bandaríkin taka við formennsku Norðurslóðaráðsins.
John Kerry. Bandaríkin taka við formennsku Norðurslóðaráðsins. Mynd/Norðurslóðaráðið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á mannauð og samvinnu á norðurslóðum auk þess sem hann hvatti önnur aðildarríki í Norðurslóðaráðinu til að tryggja aukið jafnrétti á milli karla og kvenna. Sagði hann að aukið jafnrétti karla og kvenna í samfélaginu væri lykill að sjálfbærri þróun á norðurslóðum.

Fundur Norðurslóðaráðsins fór fram síðustu helgi í Iqaluit í norðurhluta Kanada.

Í yfirlýsingu fundarins sammæltust ráðherrar norðurslóðaríkjanna að vinna saman að samkomulagi fyrir loftslagsráðstefnuna í París sem fram fer í desember. Auk þess kemur fram í yfirlýsingunni að ríkin skuli auka mengunarvarnir sínar og vinna saman að þróun sjálfbærra orkugjafa.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók við formennsku Norðurslóðaráðsins af Leona Aglukkaq, umhverfisráðherra Kanada.

Áherslur Bandaríkjanna í formennskutíð þeirra verða viðbrögð við loftlagsbreytingum, málefni hafsins og bætt efnahags- og lífsskilyrði á norðurslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×