Pönk er mjög praktísk lífssýn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 10:00 Baráttan er endalaus við að nýta tímann og láta sig dreyma um viðbótarklukkustundir í sólarhringinn. Vísir/Stefán Hvernig líkar þér á þinginu, Óttarr? Ég er nörd og hef gaman af því að kynna mér nýja hluti og ná að skilja eitthvað sem ég skildi ekki fyrir. Að vera á þingi þar sem ólíklegustu málefni samfélagsins detta upp á borð er ákveðinn draumastaður nördsins. Það fer mjög eftir dögum hvernig maður upplifir sig á þingi. Suma daga er uppbyggileg umræða og verið að kryfja og dýpka mál með fjölbreyttum og skemmtilegum hópi fólks en aðra daga kemur upp karp með ásökunum og útúrsnúningum. Þá er eins og sé rifist bara til að rífast. Ég þrífst illa í umhverfi sem ég upplifi ómarkvisst. Þegar sú tilfinning kemur upp líkar mér illa við mig. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig stemningin í þinghúsinu verður fyrr en dagurinn hefst og segja má að þingsetan hafi styrkt trú mína á áhrif gangs himintungla á hegðun mannsins.Í góðu stuði á Skagaströnd með frúnni, Svanborgu Þórdísi Sigurðardóttur.Kom þér margt á óvart? Ég hafði fylgst með pólitík eins og hver annar. Þegar maður kemur fyrst inn í salinn sem maður hefur horft inn í gegnum sjónvarpið þá finnst manni hann minni en maður ímyndaði sér. Síðan tók smá tíma að venjast nábýlinu við þingmenn dagsdaglega en það var ánægjulegt. Þingmenn eru endalaust saman og samtölin utan þingsalar geta verið bæði gagnleg og þrælskemmtileg. Að sitja á þingi minnir mig mest á skíðaferðalag eða lúðrasveitarstarf. Maður eyðir mjög miklum tíma með sama fólkinu sem er gaman. Hættan er samt að maður einangrist í þannig aðstæðum og hætti að tengjast út fyrir húsið. Ég finn að það getur auðveldlega gerst.Þurftir þú að breyta klæðaburði þínum eftir að þú komst á þing? Síðan ég varð nógu stór til að ganga í fullorðinsfötum hef ég haft unun af jakkafötum þannig að ég þurfti ekki mikla aðlögun. Hins vegar verður maður meðvitaðri þegar maður veit að maður er í beinni útsendingu. Maður gætir sennilega ósjálfrátt betur að snyrtimennskunni, sér í lagi þegar maður á að sitja á forsetastóli.Í Eurovision 2014 Óttar með Cristinu Scarlat frá Moldavíu og Valla Sport.Hvort er meira stress á þingi eða í borgarstjórn? Starfið í borgarstjórn, sér í lagi þegar maður er í meirihluta, getur verið mjög yfirhlaðið. Það kom oft upp að maður leit yfir vikuna og var búinn að bóka 40 tíma af fundum og þá átti maður eftir að lesa sér til og undirbúa. Þingstörfin gerast aftur í meiri skorpum og þá er gott að hafa reynslu af tónleikaferðum og þola takmarkaðan svefn og óreglu á máltíðum. En þess á milli nær maður að setja meiri tíma í mál og það er frábært. Hvort tveggja er hins vegar endalaus barátta við að nýta tímann og láta sig dreyma um viðbótarklukkustundir í sólarhringinn. Hvernig fer saman að vera pönkari og alþingismaður? ?Pönk er mjög praktísk lífssýn þannig að hún nýtist manni vel í stjórnmálum almennt. Pönkið kennir manni líka að horfa gagnrýnum augum á allt, ekki síst á sjálfan sig og taka engu sem gefnu.Hvaðan ertu og hvernig var æska þín? Ég var alinn upp í Hafnarfirði og Bandaríkjunum til skiptis þegar foreldrar mínir voru þar við nám. Síðan var ég langdvölum í sveit á sumrin á Fellsströnd í Dölum og um leið og ég kem inn í gamla Fellsstrandarhreppinn lifnar í mér heimamaður. Þegar ég kom fyrst í Dýrafjörðinn náði ég líka tengingu við eitthvert fyrra líf. Finnst ég hvergi eiga eins mikið heima eins og undir vestfirskum fjöllum, nema ef vera skyldi á Manhattan. Eftir á séð var æskan fjölbreytt og spennandi. Ég upplifði bæði að kynnast og vinna með gömlu fólki sem mundi nítjándu öldina og líka fólki héðan og þaðan úr heiminum. Þegar byltingin í Íran stóð yfir var besti vinur minn í bekknum í Ameríku frá Teheran svo maður tengdi ungur við heimsmálin beint. Mestalla æskuna beið ég óþreyjufullur eftir að henni lyki svo ég gæti farið að ?gera eitthvað?. Ég bý eiginlega við þá óþreyju ennþá.Hvað gerir þú helst um helgar? Oftar en ekki reyni ég að bæta mér upp tapaðan svefn og lesa eitthvað ólesið. Velheppnuð helgi er þegar maður kemst eitthvað í músík. Spilerí eða góð æfing yngir mann um nokkur ár.Litríkur Óttar í Dro á Norður-Ítalíu þar sem hann tók þátt í sviðslistasýningunni To the Bone.Býrðu yfir lífsreynslusögu? Ég er þeirri náttúru gæddur að vera alltaf að bíða eftir lífsreynslu og velti mér ekki mikið upp úr því sem er liðið. En undanfarið hef ég mikið hlustað á svokallað iðnaðarrokk, prog-skotið gæða-popprokk sem var áberandi í Bandaríkjunum og Kanada á árunum fyrir og eftir 1980. Þegar ég var um tvítugt var ég með foreldrum mínum í Urbana Illinois í Bandaríkjunum að heimsækja gamla prófessora föður míns. Einn þeirra hélt garðveislu og þar hitti ég uppkominn prófessorsson sem hafði heyrt af hljómsveitabralli mínu og við tókum tal saman. Þá kom í ljós að hann var snartengdur REO Speedwagon og hafði pródúserað með þeim plötur. Hann dró mig ofan í kjallara hjá foreldrum sínum og fann þar gullplötur og þvíumlíkt dót sem hann hafði sett þar í geymslu og fannst ekkert merkilegt. Þetta þótti ungum bílskúrspönkara stórmerkilegt og til eftirbreytni. Þessi lífsreynsla hefur leitað á mig undanfarið þó hún sé í sjálfu sér ekkert merkileg. Ómerkilegasta reynslan hefur oft mest áhrif á lífið og það er það sem er svo gaman. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Hvernig líkar þér á þinginu, Óttarr? Ég er nörd og hef gaman af því að kynna mér nýja hluti og ná að skilja eitthvað sem ég skildi ekki fyrir. Að vera á þingi þar sem ólíklegustu málefni samfélagsins detta upp á borð er ákveðinn draumastaður nördsins. Það fer mjög eftir dögum hvernig maður upplifir sig á þingi. Suma daga er uppbyggileg umræða og verið að kryfja og dýpka mál með fjölbreyttum og skemmtilegum hópi fólks en aðra daga kemur upp karp með ásökunum og útúrsnúningum. Þá er eins og sé rifist bara til að rífast. Ég þrífst illa í umhverfi sem ég upplifi ómarkvisst. Þegar sú tilfinning kemur upp líkar mér illa við mig. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig stemningin í þinghúsinu verður fyrr en dagurinn hefst og segja má að þingsetan hafi styrkt trú mína á áhrif gangs himintungla á hegðun mannsins.Í góðu stuði á Skagaströnd með frúnni, Svanborgu Þórdísi Sigurðardóttur.Kom þér margt á óvart? Ég hafði fylgst með pólitík eins og hver annar. Þegar maður kemur fyrst inn í salinn sem maður hefur horft inn í gegnum sjónvarpið þá finnst manni hann minni en maður ímyndaði sér. Síðan tók smá tíma að venjast nábýlinu við þingmenn dagsdaglega en það var ánægjulegt. Þingmenn eru endalaust saman og samtölin utan þingsalar geta verið bæði gagnleg og þrælskemmtileg. Að sitja á þingi minnir mig mest á skíðaferðalag eða lúðrasveitarstarf. Maður eyðir mjög miklum tíma með sama fólkinu sem er gaman. Hættan er samt að maður einangrist í þannig aðstæðum og hætti að tengjast út fyrir húsið. Ég finn að það getur auðveldlega gerst.Þurftir þú að breyta klæðaburði þínum eftir að þú komst á þing? Síðan ég varð nógu stór til að ganga í fullorðinsfötum hef ég haft unun af jakkafötum þannig að ég þurfti ekki mikla aðlögun. Hins vegar verður maður meðvitaðri þegar maður veit að maður er í beinni útsendingu. Maður gætir sennilega ósjálfrátt betur að snyrtimennskunni, sér í lagi þegar maður á að sitja á forsetastóli.Í Eurovision 2014 Óttar með Cristinu Scarlat frá Moldavíu og Valla Sport.Hvort er meira stress á þingi eða í borgarstjórn? Starfið í borgarstjórn, sér í lagi þegar maður er í meirihluta, getur verið mjög yfirhlaðið. Það kom oft upp að maður leit yfir vikuna og var búinn að bóka 40 tíma af fundum og þá átti maður eftir að lesa sér til og undirbúa. Þingstörfin gerast aftur í meiri skorpum og þá er gott að hafa reynslu af tónleikaferðum og þola takmarkaðan svefn og óreglu á máltíðum. En þess á milli nær maður að setja meiri tíma í mál og það er frábært. Hvort tveggja er hins vegar endalaus barátta við að nýta tímann og láta sig dreyma um viðbótarklukkustundir í sólarhringinn. Hvernig fer saman að vera pönkari og alþingismaður? ?Pönk er mjög praktísk lífssýn þannig að hún nýtist manni vel í stjórnmálum almennt. Pönkið kennir manni líka að horfa gagnrýnum augum á allt, ekki síst á sjálfan sig og taka engu sem gefnu.Hvaðan ertu og hvernig var æska þín? Ég var alinn upp í Hafnarfirði og Bandaríkjunum til skiptis þegar foreldrar mínir voru þar við nám. Síðan var ég langdvölum í sveit á sumrin á Fellsströnd í Dölum og um leið og ég kem inn í gamla Fellsstrandarhreppinn lifnar í mér heimamaður. Þegar ég kom fyrst í Dýrafjörðinn náði ég líka tengingu við eitthvert fyrra líf. Finnst ég hvergi eiga eins mikið heima eins og undir vestfirskum fjöllum, nema ef vera skyldi á Manhattan. Eftir á séð var æskan fjölbreytt og spennandi. Ég upplifði bæði að kynnast og vinna með gömlu fólki sem mundi nítjándu öldina og líka fólki héðan og þaðan úr heiminum. Þegar byltingin í Íran stóð yfir var besti vinur minn í bekknum í Ameríku frá Teheran svo maður tengdi ungur við heimsmálin beint. Mestalla æskuna beið ég óþreyjufullur eftir að henni lyki svo ég gæti farið að ?gera eitthvað?. Ég bý eiginlega við þá óþreyju ennþá.Hvað gerir þú helst um helgar? Oftar en ekki reyni ég að bæta mér upp tapaðan svefn og lesa eitthvað ólesið. Velheppnuð helgi er þegar maður kemst eitthvað í músík. Spilerí eða góð æfing yngir mann um nokkur ár.Litríkur Óttar í Dro á Norður-Ítalíu þar sem hann tók þátt í sviðslistasýningunni To the Bone.Býrðu yfir lífsreynslusögu? Ég er þeirri náttúru gæddur að vera alltaf að bíða eftir lífsreynslu og velti mér ekki mikið upp úr því sem er liðið. En undanfarið hef ég mikið hlustað á svokallað iðnaðarrokk, prog-skotið gæða-popprokk sem var áberandi í Bandaríkjunum og Kanada á árunum fyrir og eftir 1980. Þegar ég var um tvítugt var ég með foreldrum mínum í Urbana Illinois í Bandaríkjunum að heimsækja gamla prófessora föður míns. Einn þeirra hélt garðveislu og þar hitti ég uppkominn prófessorsson sem hafði heyrt af hljómsveitabralli mínu og við tókum tal saman. Þá kom í ljós að hann var snartengdur REO Speedwagon og hafði pródúserað með þeim plötur. Hann dró mig ofan í kjallara hjá foreldrum sínum og fann þar gullplötur og þvíumlíkt dót sem hann hafði sett þar í geymslu og fannst ekkert merkilegt. Þetta þótti ungum bílskúrspönkara stórmerkilegt og til eftirbreytni. Þessi lífsreynsla hefur leitað á mig undanfarið þó hún sé í sjálfu sér ekkert merkileg. Ómerkilegasta reynslan hefur oft mest áhrif á lífið og það er það sem er svo gaman.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira