Innlent

Færri styðja ríkisstjórnina

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 34,8 prósent og hefur þar með lækkað um 2,5 prósentustig frá síðusut könnun í desember. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lækkað um 2,1 prósentustig á milli kannana og mældist nú 27,3 prósent. Björt framtíð mældist með 16,9 prósent og hafði hækkað um 0,7 prósentustig. Fylgi Samfylkingarinnar mældist 15,9 prósent og hafði lækkað um 0,2 prósentustig.

Fylgi Pírata hefur hækkað um 1,4 prósentustig og mældist 12,8 prósent. Vinstri grænir hafa hækkað um 1,5 prósentustig og fylgi þeirra mældist 11,9 prósent. Framsóknarflokkurinn mældist með 9,4 prósenta fylgi sem hefur lækkað um 1,6 prósentustig á milli kannana.

Aðrir flokkar mældust með undir tveggja prósenta fylgi.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 9. til 14. janúar og heildarfjöldi svarenda var 993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×