Innlent

Óska liðsinnis fyrirtækjanna á Blönduósi

Sveinn Arnarsson skrifar
Blönduós Fjöldi fyrirtækja þarf að gyrða sig í brók og bæta umgengni á lóðum sínum í sveitarfélaginu.Fréttablaðið/Pjetur
Blönduós Fjöldi fyrirtækja þarf að gyrða sig í brók og bæta umgengni á lóðum sínum í sveitarfélaginu.Fréttablaðið/Pjetur
Blönduós Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar skoðaði á síðasta fundi sínum 112 ljósmyndir af atvinnulóðum. Haldinn var umhverfisdagur um síðastliðna hvítasunnuhelgi þar sem íbúar tóku sig til og gerðu hreint við híbýli sín.

Að sögn Valgarðs Hilmarssonar, formanns nefndarinnar, heppnaðist dagurinn mjög vel en nú er komið að fyrirtækjunum í bænum.

„Á síðasta fundi voru lagðar fram rúmlega hundrað myndir af atvinnulóðum í bænum sem við teljum að gætu verið í betra ásigkomulagi. Þetta er gert í framhaldi af góðu átaki meðal bæjarbúa um fegrun bæjarins. Í framhaldi munum við senda bréf á fyrirtæki sem við teljum að geti gert betur og biðja þau vinsamlegast um að gera nærumhverfi sitt þrifalegra,“ segir Valgarður.

Er umhverfisátak bæjarins liður í því að gera allt samfélagið fallegra og meira aðlaðandi. Fjöldi ferðamanna sem staldrar við á Blönduósi er sagður hafa margfaldast síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×