Embættismenn eða boðberar? Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 08:00 Kirkjuþing 2015 í Grensáskirkju afgreiddi ýmis mál en önnur bíða framhalds þingsins á fyrri hluta næsta árs. vísir/gva Tillögum starfshóps um aðgerðir til að auka nýliðun í þjóðkirkjunni var vel tekið á nýafstöðnu Kirkjuþingi sem í ályktun hvatti til þess að hugmyndir hópsins verði teknar til greina. „Sérstaklega að aukið fjármagn verði sett í fræðslu og fjölmiðlun, að þróun og notkun félagatals verði aukin og að lögð verði áhersla á að safna saman og halda utan um alla tölfræði innan þjóðkirkjunnar,“ segir í ályktun Kirkjuþings sem jafnframt ályktaði að mikilvægt væri að ráða sem fyrst fjölmiðla- og upplýsingafulltrúa þjóðkirkjunnar. „Enda er brýnt að efla kynningar- og upplýsingamál þjóðkirkjunnar.“150 milljónir í átak Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fækkaði meðlimum þjóðkirkjunnar um átta þúsund á næstliðnum tíu árum. Nú eru tæp 74 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni miðað við yfir 84 prósent fyrir tíu árum. Starfshópur sem finna átti leiðir til að fjölga í kirkjunni sagði að byggja ætti á þeim styrleika sem kirkjan hafi nú þegar. Lagt var til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árin, samtals 150 milljónum, í þetta átak. Einar Karl Haraldsson, sem sat í starfshópnum, sagði stofnanir á borð við þjóðkirkjuna og stjórnmálaflokka eiga í vandræðum með „samtal sitt“ við þjóðina. „Unga fólkið í landinu - þau sem eru undir 50 ára, skilja ekki hvað við erum að tala um. Þau hafa engan áhuga á því. Það er fyrst og fremst fólk yfir fimmtugu sem hugsanlega hlustar eitthvað á okkur og er eitthvað að botna í því hvað við erum að segja, hvernig við setjum okkar mál fram,“ sagði Einar Karl sem kvað þetta ekki aðeins vandamál kirkjunnar heldur stofnanakerfisins í landinu. „Og við erum að verulegu leyti talin hluti af því, og réttilega, þegar prestar landsins eru að öllu launaðir opinberir starfsmenn, sem veldur okkur ekki síst hvað mestum ímyndarvanda. Það er það sem sagt hvort þessir menn eru fyrst og fremst embættismenn eða erindrekar fagnaðarerindisins,“ sagði Einar Karl.Fjölgun erfið vegna innflytjenda Þótt meðlimum þjóðkirkjunnar hér fækki stöðugt eru enn færri sem nú tilheyra samsvarandi söfnuðum á Norðurlöndunum, benti Einar Karl á. „Hvernig í ósköpunum geta þá menn vænst þess að við getum farið að fjölga í þjóðkirkjunni þegar hér er töluverður innflutningur af fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og unga fólkið heyrir ekki og skilur ekki hvað við erum að tala um?“ spurði hann Kirkjuþingið. Að sögn Einars Karls felast möguleikarnir fyrir þjóðkirkjuna í því sem snýr að nýliðun. Þar sé á ýmsan hátt hægt að gera betur. Vandi felist þó í því hversu íslenska þjóðkirkjukerfið sé „ósveigjanlegt og hvað það er þjakað af embættisskilningi“, eins og hann orðaði það. Einar Karl sagði kirkjuna geta gert miklu betur í að taka hugmyndafrumkvæði í umræðu á Íslandi. „Það eru aðrir sem hafa það núna. Það eru fjölmiðlamenn og það eru skoðanaleiðtogar innan fjölmiðlanna. Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í samfélaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt,“ sagði hann.Bæta krísu- og viðbragðsstjórnun Þá minnti Einar Karl á að þjóðkirkjan í heild velti fjórum til milljörðum króna á ári. Víða væri vel gert í að breiða út boðskapinn meðal almennings en ekki næðist út í hina almennu umræðu í landinu. „Auðvitað ættum við að geta skipulagt þetta betur en við höfum engan sveigjanleika til að setja í þetta þá fjármuni sem þarf. Við þurfum sem sagt bæði skipulag og við þurfum verulega fjármuni til þess að sinna fræðslu, kynningar- og umræðustjórnun í landinu. Og það eru ekki peningar sem skipta bara einhverjum milljónum á ári. Það skiptir tugum milljóna ef menn ætla að gera það að einhverju marki og af einhverju gagni,“ boðaði Einar Karl. „Auk þess að skipuleggja umræðuþátttöku og hafa dagskrár- og hugmyndafrumkvæði þyrfti kirkjan að hafa skipulag fyrir krísustjórnun og viðbragðsstjórnun,“ sagði Einar Karl. „Eins og við sjáum oft þá er kirkjan mjög sein að svara og þegar hún svarar, að sjálfsögðu samkvæmt þeim lúterska skilningi, erum við ekki einir ása, höfum ekki bara eitt svar við öllum spurningum,“ sagði hann. Reyna ætti að sjá til þess að talað væri „sem mest einum rómi út á við.“Segja meira frá góðu hlutunum „Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá,“ sagði séra Guðrún Karls Helgadóttir á Kirkjuþinginu. Guðrún sagði að kirkjunnar fólk þurfi að móta umræðuna. „Því það er ekki okkar bara að bregðast við því sem einhver kallar eftir heldur að hjálpa okkur að bæta ímynd okkar með því að vera duglegri að segja á faglegan og góðan hátt frá því öllu góða sem við erum að gera.“ Svana Helen Björnsdóttir sagði þjóðkirkjufólk þurfa að gera sig gildandi og koma fram með kristileg viðhorf. „Við þurfum einhvern veginn að búa okkur til netverk fólks sem við getum leitað til með engum fyrirvara, teflt fram í hita umræðu; fólk sem er tilbúið að koma í Kastljós,“ sagði Svana Helen. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Tillögum starfshóps um aðgerðir til að auka nýliðun í þjóðkirkjunni var vel tekið á nýafstöðnu Kirkjuþingi sem í ályktun hvatti til þess að hugmyndir hópsins verði teknar til greina. „Sérstaklega að aukið fjármagn verði sett í fræðslu og fjölmiðlun, að þróun og notkun félagatals verði aukin og að lögð verði áhersla á að safna saman og halda utan um alla tölfræði innan þjóðkirkjunnar,“ segir í ályktun Kirkjuþings sem jafnframt ályktaði að mikilvægt væri að ráða sem fyrst fjölmiðla- og upplýsingafulltrúa þjóðkirkjunnar. „Enda er brýnt að efla kynningar- og upplýsingamál þjóðkirkjunnar.“150 milljónir í átak Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fækkaði meðlimum þjóðkirkjunnar um átta þúsund á næstliðnum tíu árum. Nú eru tæp 74 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni miðað við yfir 84 prósent fyrir tíu árum. Starfshópur sem finna átti leiðir til að fjölga í kirkjunni sagði að byggja ætti á þeim styrleika sem kirkjan hafi nú þegar. Lagt var til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árin, samtals 150 milljónum, í þetta átak. Einar Karl Haraldsson, sem sat í starfshópnum, sagði stofnanir á borð við þjóðkirkjuna og stjórnmálaflokka eiga í vandræðum með „samtal sitt“ við þjóðina. „Unga fólkið í landinu - þau sem eru undir 50 ára, skilja ekki hvað við erum að tala um. Þau hafa engan áhuga á því. Það er fyrst og fremst fólk yfir fimmtugu sem hugsanlega hlustar eitthvað á okkur og er eitthvað að botna í því hvað við erum að segja, hvernig við setjum okkar mál fram,“ sagði Einar Karl sem kvað þetta ekki aðeins vandamál kirkjunnar heldur stofnanakerfisins í landinu. „Og við erum að verulegu leyti talin hluti af því, og réttilega, þegar prestar landsins eru að öllu launaðir opinberir starfsmenn, sem veldur okkur ekki síst hvað mestum ímyndarvanda. Það er það sem sagt hvort þessir menn eru fyrst og fremst embættismenn eða erindrekar fagnaðarerindisins,“ sagði Einar Karl.Fjölgun erfið vegna innflytjenda Þótt meðlimum þjóðkirkjunnar hér fækki stöðugt eru enn færri sem nú tilheyra samsvarandi söfnuðum á Norðurlöndunum, benti Einar Karl á. „Hvernig í ósköpunum geta þá menn vænst þess að við getum farið að fjölga í þjóðkirkjunni þegar hér er töluverður innflutningur af fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og unga fólkið heyrir ekki og skilur ekki hvað við erum að tala um?“ spurði hann Kirkjuþingið. Að sögn Einars Karls felast möguleikarnir fyrir þjóðkirkjuna í því sem snýr að nýliðun. Þar sé á ýmsan hátt hægt að gera betur. Vandi felist þó í því hversu íslenska þjóðkirkjukerfið sé „ósveigjanlegt og hvað það er þjakað af embættisskilningi“, eins og hann orðaði það. Einar Karl sagði kirkjuna geta gert miklu betur í að taka hugmyndafrumkvæði í umræðu á Íslandi. „Það eru aðrir sem hafa það núna. Það eru fjölmiðlamenn og það eru skoðanaleiðtogar innan fjölmiðlanna. Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í samfélaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt,“ sagði hann.Bæta krísu- og viðbragðsstjórnun Þá minnti Einar Karl á að þjóðkirkjan í heild velti fjórum til milljörðum króna á ári. Víða væri vel gert í að breiða út boðskapinn meðal almennings en ekki næðist út í hina almennu umræðu í landinu. „Auðvitað ættum við að geta skipulagt þetta betur en við höfum engan sveigjanleika til að setja í þetta þá fjármuni sem þarf. Við þurfum sem sagt bæði skipulag og við þurfum verulega fjármuni til þess að sinna fræðslu, kynningar- og umræðustjórnun í landinu. Og það eru ekki peningar sem skipta bara einhverjum milljónum á ári. Það skiptir tugum milljóna ef menn ætla að gera það að einhverju marki og af einhverju gagni,“ boðaði Einar Karl. „Auk þess að skipuleggja umræðuþátttöku og hafa dagskrár- og hugmyndafrumkvæði þyrfti kirkjan að hafa skipulag fyrir krísustjórnun og viðbragðsstjórnun,“ sagði Einar Karl. „Eins og við sjáum oft þá er kirkjan mjög sein að svara og þegar hún svarar, að sjálfsögðu samkvæmt þeim lúterska skilningi, erum við ekki einir ása, höfum ekki bara eitt svar við öllum spurningum,“ sagði hann. Reyna ætti að sjá til þess að talað væri „sem mest einum rómi út á við.“Segja meira frá góðu hlutunum „Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá,“ sagði séra Guðrún Karls Helgadóttir á Kirkjuþinginu. Guðrún sagði að kirkjunnar fólk þurfi að móta umræðuna. „Því það er ekki okkar bara að bregðast við því sem einhver kallar eftir heldur að hjálpa okkur að bæta ímynd okkar með því að vera duglegri að segja á faglegan og góðan hátt frá því öllu góða sem við erum að gera.“ Svana Helen Björnsdóttir sagði þjóðkirkjufólk þurfa að gera sig gildandi og koma fram með kristileg viðhorf. „Við þurfum einhvern veginn að búa okkur til netverk fólks sem við getum leitað til með engum fyrirvara, teflt fram í hita umræðu; fólk sem er tilbúið að koma í Kastljós,“ sagði Svana Helen.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent