Viðskipti innlent

Aflaverðmæti HB Granda 15,2 milljarðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er nokkur samdráttur frá árinu á undan en þá var aflinn rúmlega 188.200 tonn að verðmæti rúmlega 16,8 milljarða króna.
Þetta er nokkur samdráttur frá árinu á undan en þá var aflinn rúmlega 188.200 tonn að verðmæti rúmlega 16,8 milljarða króna. mynd/aðsend
Afli skipa HB Granda var 152.500 tonn á nýliðnu ári og aflaverðmætið var tæpir 15,2 milljarðar króna en þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Þetta er nokkur samdráttur frá árinu á undan en þá var aflinn rúmlega 188.200 tonn að verðmæti rúmlega 16,8 milljarða króna.

Í tilkynningunni segir að skýringin á minni afla og lægra aflaverðmæti sé fyrst og fremst að leita í samdrætti í kvóta á helstu uppsjávarfisktegundum.

„Loðnuvertíðin var vart svipur hjá sjón miðað við árið á undan og þá voru aflaheimildir í norsk-íslensku síldinni skertar töluvert á milli ára.“

Hvað varðar togarana þá ber að hafa í huga að frystitogurum var fækkað um tvo.

„Venus HF var seldur úr landi og Helgu Maríu AK var breytt í ísfisktogara. Afli og aflaverðmæti frystitogaranna dróst því saman á meðan aukning varð hjá ísfisktogurunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×