Lausasölulyf geta verið hættuleg kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2015 08:45 Lyfið Íbúfen virkar vel á verki og bólgur en of mikil og óvarleg neysla getur haft vondar afleiðingar. "Notið varlega,“ segir Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum. Fréttablaðið/Valli/gva Sala á íbúprófen-lyfjum er töluvert meiri hér en í nágrannalöndum okkar, auk þess sem hærra hlutfall er selt hér í lausasölu, samkvæmt athugunum Lyfjastofnunar. Alls voru 3.690.624 dagskammtar seldir af lyfjnum á einu ári. Sala íbúprófens hefur nær þrefaldast frá aldamótum og á árinu 2013 var hún á Íslandi meira en tvöföld sala í Noregi og 70% meiri en í Danmörku. Hlutfallið milli íbúprófens og parasetamóls er öfugt á Íslandi miðað við hin tvö löndin þ.e. meira selst af íbúprófeni á Íslandi en parasetamóli en öfugt í Danmörku og Noregi. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir þörf á að að finna orsökina. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, segir að á hverju ári fái fólk hjartabilun af notkun lyfjanna. Þau séu varasöm hjartveiku fólki þótt þau gagnist fjölda fólks við bólgum og verkjum. Bæði taka þau fram að mikilvægt sé að fylgja leiðbeiningum hvað varðar skammtastærðir. „Veruleg aukning er á notkun lyfja og ef notkun er meiri hér en í öðrum löndum er alltaf ástæða til þess að finna orsökina. Hugsanlega getur það verið áhyggjuefni,“ segir Rúna og segir alvarlegustu meinin tengd meltingarfærum og yfirleitt skammtaháð. „Algengustu meintilvikin eru tengd meltingarfærum. Magasár, blæðingar eða sáramyndun í meltingarvegi, sem geta verið banvæn, sérstaklega hjá öldruðum. Ógleði, uppköst, niðurgangur, uppþemba, harðlífi, meltingartruflanir, kviðverkir, tjörukenndar hægðir, blóðug uppköst, sáramunnbólga, versnandi ristilbólga og Crohns-sjúkdómur hafa komið fram. Sjaldnar hafa tilfelli magabólgu komið fram,“ segir Rúna. „Við alvarlegri eitrun sjást eitrunaráhrif á miðtaugakerfi, sem koma fram í sleni, stundum æsingi og áttavillu eða dái. Fyrir kemur að sjúklingar fái krampa. Börn geta einnig fengið vöðvakrampa,“ segir hún. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, segir þá sem glíma við hjartveiki af ýmsu tagi þurfa að hafa varann á. „Almennt má segja um Íbúfen og gigtarlyf almennt að maður á að nota þau varlega. Þau virka vel á ýmsa verki, bólgur og tilfallandi vandamál en ef fólk hefur óheftan aðgang að þeim og notar þau óspart þá getur það valdið vandamálum. Notkunin getur valdið aukinni vökvasöfnun, hjartabilun og nýrnabilun, sér í lagi hjá hjartveikum. Þó að þau séu seld án lyfseðils í 400 milligramma töflum þá er enginn vandi að taka fleiri töflur. Þessi lyf eru hugsuð í skammtímanotkun og það eru alls ekki allir sem þola þessi lyf,“ bendir Karl á. „Það kemur fyrir á hverju ári að fólk fær aukna hjartabilun af þessum lyfjum.“ *Í grein sem var birt í Fréttablaðinu í dag var misritað 250 gr um lyfið íbúfen í lausasölu. Hið rétta er að íbúfen er selt í 400 milligramma skammtastærð. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sala á íbúprófen-lyfjum er töluvert meiri hér en í nágrannalöndum okkar, auk þess sem hærra hlutfall er selt hér í lausasölu, samkvæmt athugunum Lyfjastofnunar. Alls voru 3.690.624 dagskammtar seldir af lyfjnum á einu ári. Sala íbúprófens hefur nær þrefaldast frá aldamótum og á árinu 2013 var hún á Íslandi meira en tvöföld sala í Noregi og 70% meiri en í Danmörku. Hlutfallið milli íbúprófens og parasetamóls er öfugt á Íslandi miðað við hin tvö löndin þ.e. meira selst af íbúprófeni á Íslandi en parasetamóli en öfugt í Danmörku og Noregi. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir þörf á að að finna orsökina. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, segir að á hverju ári fái fólk hjartabilun af notkun lyfjanna. Þau séu varasöm hjartveiku fólki þótt þau gagnist fjölda fólks við bólgum og verkjum. Bæði taka þau fram að mikilvægt sé að fylgja leiðbeiningum hvað varðar skammtastærðir. „Veruleg aukning er á notkun lyfja og ef notkun er meiri hér en í öðrum löndum er alltaf ástæða til þess að finna orsökina. Hugsanlega getur það verið áhyggjuefni,“ segir Rúna og segir alvarlegustu meinin tengd meltingarfærum og yfirleitt skammtaháð. „Algengustu meintilvikin eru tengd meltingarfærum. Magasár, blæðingar eða sáramyndun í meltingarvegi, sem geta verið banvæn, sérstaklega hjá öldruðum. Ógleði, uppköst, niðurgangur, uppþemba, harðlífi, meltingartruflanir, kviðverkir, tjörukenndar hægðir, blóðug uppköst, sáramunnbólga, versnandi ristilbólga og Crohns-sjúkdómur hafa komið fram. Sjaldnar hafa tilfelli magabólgu komið fram,“ segir Rúna. „Við alvarlegri eitrun sjást eitrunaráhrif á miðtaugakerfi, sem koma fram í sleni, stundum æsingi og áttavillu eða dái. Fyrir kemur að sjúklingar fái krampa. Börn geta einnig fengið vöðvakrampa,“ segir hún. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, segir þá sem glíma við hjartveiki af ýmsu tagi þurfa að hafa varann á. „Almennt má segja um Íbúfen og gigtarlyf almennt að maður á að nota þau varlega. Þau virka vel á ýmsa verki, bólgur og tilfallandi vandamál en ef fólk hefur óheftan aðgang að þeim og notar þau óspart þá getur það valdið vandamálum. Notkunin getur valdið aukinni vökvasöfnun, hjartabilun og nýrnabilun, sér í lagi hjá hjartveikum. Þó að þau séu seld án lyfseðils í 400 milligramma töflum þá er enginn vandi að taka fleiri töflur. Þessi lyf eru hugsuð í skammtímanotkun og það eru alls ekki allir sem þola þessi lyf,“ bendir Karl á. „Það kemur fyrir á hverju ári að fólk fær aukna hjartabilun af þessum lyfjum.“ *Í grein sem var birt í Fréttablaðinu í dag var misritað 250 gr um lyfið íbúfen í lausasölu. Hið rétta er að íbúfen er selt í 400 milligramma skammtastærð.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira