Innlent

Vilja göng til sín í forgang

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Seyðisfjörður. Erfið vetrarfærð háir samgöngum.
Seyðisfjörður. Erfið vetrarfærð háir samgöngum. Fréttablaðið/Pjetur
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar segist leggja þunga áherslu á að við gerð samgönguáætlunar til fjögurra ára verði gert ráð fyrir að rannsóknum vegna Seyðisfjarðarganga verði lokið á fyrsta ári.

„Full samstaða er um framkvæmdina af hálfu sveitarfélaga á Austurlandi samanber ályktun frá síðasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var á liðnu hausti. Bæjarstjórnin skorar á innanríkisráðherra, samgönguráð og vegamálastjóra að beita sér fyrir því að svo verði,“ segir bæjarstjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×