Innlent

Beðið á bakkanum meðan vindurinn ýfir Tjörnina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lífsins ólgutjörn. Endurnar við Reykjavíkurtjörn virtust ekki kippa sér upp við það þótt í rokinu í gær myndaðist á henni umtalsvert öldurót, enda kannski smámunir miðað við það sem á undan var gengið um helgina.
Lífsins ólgutjörn. Endurnar við Reykjavíkurtjörn virtust ekki kippa sér upp við það þótt í rokinu í gær myndaðist á henni umtalsvert öldurót, enda kannski smámunir miðað við það sem á undan var gengið um helgina. Fréttablaðið/GVA
Endurnar við Tjörnina kipptu sér hvorki upp við öldurót né nærveru ljósmyndara þegar hann átti leið hjá í gær.

Mögulega hafa þær verið hálfdofnar enn eftir veðravítið um helgina.

Til marks um þau ósköp eru á fjórða hundrað tilkynningar til tryggingafélaga landsins um eignatjón.

„Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi [um helgina] sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár,“ sagði Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá tryggingafélaginu Verði, í samtali við fréttastofu í gær.

Þá hafi borist tilkynningar um annað tjón sem falli ekki undir tryggingar, svo sem skemmdir á trjágróðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×