Innlent

Kjósverjar hafna frekari stóriðju í Hvalfirði

garðar örn úlfarsson skrifar
Ekki hagsmunir íbúa í Kjósarhreppir að stuðla að meiri stóriðju á Grundartanga.
Ekki hagsmunir íbúa í Kjósarhreppir að stuðla að meiri stóriðju á Grundartanga. fréttablaðið/Vilhelm
Kjósarhreppur hyggst ekki vera með í samstarfi sveitarfélaga í Grundartanga Þróunarfélagi ehf.

„Samkvæmt þessum drögum að hluthafasamkomulagi verða helstu viðfangsefni félagsins meðal annars að vinna að stofnun iðnaðar- og framleiðsluklasa á Grundartangasvæðinu og greiða fyrir uppbyggingu, vinna að stofnun þróunarseturs í málmiðnaði og málmtækni og greiða fyrir uppbyggingu atvinnufyrirtækja á svæðinu,“ segir í bókun sveitarstjórnar Kjósarhrepps. Þegar oddviti hreppsins hafi skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarfsvettvang á Grundartanga í lok nóvember 2014 hafi hún snúist um umhverfismál og mótun framtíðarsýnar um svæðið.

Hvalfjarðarsveit, Akranes, Reykjavík, Faxaflóahafnir, Borgarbyggð og Skorradalshreppur auk Kjósarhrepps áttu samkvæmt núverandi drögum að eiga jafnan hlut í félaginu. Fyrst töldu þrír aðilarnir áttu að eiga hver sinn stjórnarfulltrúa en síðastnefndu sveitarfélögin þrjú aðeins einn sameiginlegan fulltrúa. Það fella Kjósverjar sig ekki við og ekki heldur stefnu félagins.

„Kjósarhreppur hefur ekki talið það vera fyrir hagsmuni íbúa og atvinnurekstrar í sveitarfélaginu að stuðla að frekari uppbyggingu á stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði,“ segir sveitarstjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×