Sorphirða og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun