Sorphirða og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun