Innlent

Einn í varðhaldi vegna hnífstunguárásar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rannsókn málsins miðar ágætlega, að sögn yfirlögregluþjóns.
Rannsókn málsins miðar ágætlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Vísir/Heiða Helgadóttir
Einn maður er í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að hnífstunguárás þann 26. febrúar síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir aðrir menn hafa verið látnir lausir, annar þeirra í gær, en Friðrik segir að lögreglan gruni þá þó enn um aðild að verknaðinum. Hann segir að rannsókn málsins miði ágætlega en geti ekki sagt til um hvenær henni ljúki.

Lögreglan grunar þremenningana um að hafa farið í íbúð þar sem tveir aðrir menn búa, ráðist á þá og skorið annan þeirra með hnífi. Mennirnir sem ráðist var segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir riffli og rannsakar lögreglan nú skotvopn í tengslum við málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×