Enski boltinn

Beckham: Ég var ekki heimsklassa leikmaður

Tómas Þór Þórðarso skrifar
David Beckham vann landstitla í fjórum löndum.
David Beckham vann landstitla í fjórum löndum. vísir/getty
Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United í 27 ár og vann ótal titla. Hann þjálfaði nokkra af bestu leikmönnum heims, en að hans mati voru bara fjórir heimsklassa leikmenn sem hann þjálfaði.

Fram kemur í nýrri bók Skotans, Leading, að einu heimsklassa leikmennirnir sem Ferguson þjálfaði voru Paul Scholes, Eric Cantona, Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo.

Töluvert fleiri mjög góðir leikmenn spiluðu með Manchester United á tíma Fergusons þannig búast má við að einhverjir verði sárir. David Beckham er það aftur á móti ekki.

„Nei, alls ekki. Ég spilaði fyrir besta knattspyrnustjóra allra tíma. Ég var heppinn að spila með þeim frábæru leikmönnum sem ég spilaði með og að vinna titla með félaginu sem ég elska,“ segir Beckham í viðtali við BBC.

„Ég er sammála stjóranum. Það eru leikmenn sem má segja að séu í heimsklassa og ég er þakklátur fyrir að hafa spilað með mörgum þeirra.“

Aðspurður í léttum tón hvort hann hafi ekki verið betri en Ronaldo segir David Beckham: „Nei, ég var heppinn að spila á móti Cristiano Ronaldo og að spila með brasilíska Ronaldo í fjögur ár. Ég er stoltur af hversu vel við stóðum okkur í Manchester United og að bestu leikmenn heims vilja koma til okkar liðs.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×