Innlent

Átakið Á allra vörum nær hámarki í kvöld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr kynningarmyndbandi Á allra vörum.
Úr kynningarmyndbandi Á allra vörum.
Söfnunarátakið Á allra vörum er nú í fullum gangi og verður sérstakur þáttur á RÚV í kvöld tileinkaður átakinu.

Yfirskrift átaksins í ár er „Einelti er ógeð.“ Allt fé sem safnast í átakinu mun renna til samtakanna Erindi. Samtökin ætla að opna samskiptasetur sem ætlað er til þess að styðja við bakið á bæði gerendum og þolendum eineltis.

Fylgjast má með þætti RÚV í beinni útsendingu hér en hann hefst klukkan 19.35. Hér fyrir neðan má svo fylgjast með umræðunni á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram.

Nánari upplýsingar um átakið má nálgast á vefsíðu Á allra vörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×