Hann sást um daginn klæðast Croc‘s skóm á góðgerðarsamkomu. Yfirmaður skódeildar Amazon.com sagði að eftir að myndirnar af litla prinsinum birtust í skónum hefði salan á ungbarna Crocs-skóm aukist um 1.500%.

Stuttbuxurnar og skyrtan seldust upp á örfáum klukkutímum eftir skírnina. Settið var frá hönnuðinum Rachel Riley en Georg prins hefur svo sannarlega komið henni á kortið þar sem hann hefur áður klæðst fötum eftir hana sem seldust upp á svipstundu.
Það verður gaman að sjá hvort litla systir hans, Charlotte Elisabeth Diana prinsessa, muni hafa sömu áhrif á fatamarkaðinn í Bretlandi í framtíðinni.