Meiri álögur, hærra vöruverð Eldar Ástþórsson og Brynhildur Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2015 00:00 Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun