Eyjamenn bjuggu til sannkallaða Þjóðhátíðarstemningu í Laugardalshöllinni í kvöld.
Karlalið ÍBV átti hreint út sagt lygilega endurkomu í undanúrslitaleiknum í kvöld. Liðið var nánast búið að tapa leiknum en fór þá á skrið sem mun renna mönnum seint úr minni.
Eftir leik sungu leikmenn Þjóðhátíðarlagið "Kveikjum eldana" með stúkunni. Stemning sem sést ekki á hverjum degi á íslenskum íþróttakappleik.
Sjá má myndbandið hér að ofan.
Sjáðu leikmenn ÍBV syngja með stúkunni eftir leik
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Haukar 23-21 | Ótrúlegur lokakafli Eyjamanna
ÍBV vann Hauka, 23-21, í seinni undanúrslitaleiknum í Coca-Cola bikar karla í handbolta í kvöld. Eyjamenn mæta FH-ingum í úrslitaleiknum á morgun.