Forritar á meðan bekkjarsysturnar dansa Guðrún Ansnes skrifar 27. ágúst 2015 08:00 Ólína hefur í slagtogi við móður sína, Rakel Sölvadóttur, sett á fót Tæknistelpunámskeið hjá Skema og komið forritun að í Hofsstaðaskóla, þar sem hún var nemandi. Hún er nú í Garðaskóla. Vísir/Ernir „Mér finnst vanta fyrirmyndir fyrir stelpur í forritun, svo þær hafi sterkari sjálfsmynd og haldi þannig áfram í faginu,“ útskýrir Ólína Helga Sverrisdóttir, fimmtán ára forritari, fyrirlesari og kennari í forritun, sem hefur verið að gera það ansi gott þrátt fyrir ungan aldur. „Ég byrjaði þegar ég var níu ára, þá til að hjálpa mömmu með verkefni sem sneri að því að athuga hvort krakkar á þessum aldri hefðu áhuga á forritun. Mér fannst þetta fyrst mjög nördalegt og vildi ekki vera að auglýsa þetta neitt,“ segir Ólína aðspurð um upphafið að þessum brennandi áhuga á forritun.Feimin við nördastimpilinn „Ég sagði krökkunum í bekknum frá þessu svolítið seinna, og þá fannst strákunum þetta töff, en stelpurnar höfðu engan áhuga. Þær vildu frekar tala um dans. En það er bara vegna þess að stelpur vantar fyrirmyndirnar,“ útskýrir Ólína, og með þá staðreynd fyrir augum tók hún málin í sínar hendur og stofnaði bloggsíðuna techolina.com þar sem hún færir áhugasömum stelpum fyrirmyndirnar á silfurfati. „Ég tók til að mynda viðtal við Megan Smith, yfirmann tæknimála hjá Google, og hún fór með mig í persónulega sýnisferð um höfuðstöðvarnar,“ segir hún, en umrædd Megan er nú yfir tæknimálum Hvíta hússins í Bandaríkjunum svo Ólína gæti sennilega ekki hafa verið í betri höndum. „Ég verð samt alltaf stressuðust um að þær snúi spurningunum á mig, sem ég veit alveg að þær munu gera,“ skýtur Ólína að og skellir upp úr.Út fyrir þægindarammann Ólína segist eiga erfitt með að tala fyrir framan hóp af fólki og ekki laust við að sú yfirlýsing komi blaðamanni töluvert á óvart, í ljósi þess að Ólína hefur verið iðin við að stíga á svið og ræða forritun undanfarin ár, og var til að mynda aðalfyrirlesari á Geekiwood-ráðstefnunni í Flórída í fyrra. „Það var til dæmis mjög stressandi, og ég kom beint á eftir fyrirlesara frá NASA,“ bendir hún lauflétt á. Ólína hefur einnig komið fram á evrópskri kvennaráðstefnu á vegum NMI árið 2012, þá tólf ára, og hélt svo erindi fyrir hönd Jafnréttisstofu á alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í júlí á þessu ári. Hún mun svo messa yfir íslenskum tæknitröllum á Haustráðstefnu Advania í byrjun september. „Ég er bara að ýta mér út fyrir þægindarammann minn, það er gott.“ Spurð um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir unga konu sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist, segist Ólína ekki hafa gert það upp við sig að fullu, en hún hefur hug á að sækja sér menntun í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Þá get ég tekið stúdentsprófið á tveimur árum og farið út í skóla, og verið jafngömul hinum nemendunum. Annars ætla ég bara að koma meira fram og taka fleiri viðtöl,“ segir þessi harðduglega hugsjónakona að lokum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
„Mér finnst vanta fyrirmyndir fyrir stelpur í forritun, svo þær hafi sterkari sjálfsmynd og haldi þannig áfram í faginu,“ útskýrir Ólína Helga Sverrisdóttir, fimmtán ára forritari, fyrirlesari og kennari í forritun, sem hefur verið að gera það ansi gott þrátt fyrir ungan aldur. „Ég byrjaði þegar ég var níu ára, þá til að hjálpa mömmu með verkefni sem sneri að því að athuga hvort krakkar á þessum aldri hefðu áhuga á forritun. Mér fannst þetta fyrst mjög nördalegt og vildi ekki vera að auglýsa þetta neitt,“ segir Ólína aðspurð um upphafið að þessum brennandi áhuga á forritun.Feimin við nördastimpilinn „Ég sagði krökkunum í bekknum frá þessu svolítið seinna, og þá fannst strákunum þetta töff, en stelpurnar höfðu engan áhuga. Þær vildu frekar tala um dans. En það er bara vegna þess að stelpur vantar fyrirmyndirnar,“ útskýrir Ólína, og með þá staðreynd fyrir augum tók hún málin í sínar hendur og stofnaði bloggsíðuna techolina.com þar sem hún færir áhugasömum stelpum fyrirmyndirnar á silfurfati. „Ég tók til að mynda viðtal við Megan Smith, yfirmann tæknimála hjá Google, og hún fór með mig í persónulega sýnisferð um höfuðstöðvarnar,“ segir hún, en umrædd Megan er nú yfir tæknimálum Hvíta hússins í Bandaríkjunum svo Ólína gæti sennilega ekki hafa verið í betri höndum. „Ég verð samt alltaf stressuðust um að þær snúi spurningunum á mig, sem ég veit alveg að þær munu gera,“ skýtur Ólína að og skellir upp úr.Út fyrir þægindarammann Ólína segist eiga erfitt með að tala fyrir framan hóp af fólki og ekki laust við að sú yfirlýsing komi blaðamanni töluvert á óvart, í ljósi þess að Ólína hefur verið iðin við að stíga á svið og ræða forritun undanfarin ár, og var til að mynda aðalfyrirlesari á Geekiwood-ráðstefnunni í Flórída í fyrra. „Það var til dæmis mjög stressandi, og ég kom beint á eftir fyrirlesara frá NASA,“ bendir hún lauflétt á. Ólína hefur einnig komið fram á evrópskri kvennaráðstefnu á vegum NMI árið 2012, þá tólf ára, og hélt svo erindi fyrir hönd Jafnréttisstofu á alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í júlí á þessu ári. Hún mun svo messa yfir íslenskum tæknitröllum á Haustráðstefnu Advania í byrjun september. „Ég er bara að ýta mér út fyrir þægindarammann minn, það er gott.“ Spurð um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir unga konu sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist, segist Ólína ekki hafa gert það upp við sig að fullu, en hún hefur hug á að sækja sér menntun í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Þá get ég tekið stúdentsprófið á tveimur árum og farið út í skóla, og verið jafngömul hinum nemendunum. Annars ætla ég bara að koma meira fram og taka fleiri viðtöl,“ segir þessi harðduglega hugsjónakona að lokum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira