Hátt í 400 fjölskyldur þáðu mataraðstoð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 16:04 Keypt voru um 300 kíló af löngu sem pökkuð var í kílóa og hálfskílóa pokum. vísir/valli Átakinu Íslandsforeldri var hleypt af stað af Fjölskylduhjálp Íslands í dag. Um er að ræða átak sem miðar að því að auka framlög til Fjölskylduhjálpar sem nýtast munu til að auka hollustu í þeim mat sem keyptur er og úthlutað barnafjölskyldum. Söfnunin hófst í nóvember á síðasta ári og söfnuðust alls 800 þúsund krónur. Matarúthlutunin fór fram í húsnæði Fjölskylduhjálpar við Iðufell í Breiðholti klukkan eitt í dag. Nýtt var öll sú upphæð sem safnaðist í átakinu og keypt voru 300 kíló af fisk, fimm hundruð flöskur af Lýsi og 2500 epli og appelsínur. Strax klukkan hálf eitt myndaðist löng biðröð fyrir utan húsnæðið en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálpar, komu hátt í fjögur hundruð fjölskyldur. Hún segir sífellt fjölga í hópnum og ný andlit bætast við í hverri viku. „Núna er allt búið og það mun taka okkur um tvo mánuði að safna aftur. En við vonum að við fáum fleiri Íslandsforeldra, því þó það séu bara 500 krónur á mánuði þá skiptir það okkur miklu máli,“ segir Ásgerður Jóna. Allt fé sem safnast í átakinu verður nýtt í þeim tilgangi að auka hollustu barnafjölskyldna. Þá fá Íslandsforeldrar nákvæmt yfirlit yfir það í hvað styrkir þeirra fóru og hver heildarfjöldi styrkveitenda verkefnisins verður. Er þessi háttur hafður á í stað þess að tengja hvert Íslandsforeldri við barn.Hægt er að leggja málefninu lið inni á heimasíðu Fjölskylduhjálpar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Átakinu Íslandsforeldri var hleypt af stað af Fjölskylduhjálp Íslands í dag. Um er að ræða átak sem miðar að því að auka framlög til Fjölskylduhjálpar sem nýtast munu til að auka hollustu í þeim mat sem keyptur er og úthlutað barnafjölskyldum. Söfnunin hófst í nóvember á síðasta ári og söfnuðust alls 800 þúsund krónur. Matarúthlutunin fór fram í húsnæði Fjölskylduhjálpar við Iðufell í Breiðholti klukkan eitt í dag. Nýtt var öll sú upphæð sem safnaðist í átakinu og keypt voru 300 kíló af fisk, fimm hundruð flöskur af Lýsi og 2500 epli og appelsínur. Strax klukkan hálf eitt myndaðist löng biðröð fyrir utan húsnæðið en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálpar, komu hátt í fjögur hundruð fjölskyldur. Hún segir sífellt fjölga í hópnum og ný andlit bætast við í hverri viku. „Núna er allt búið og það mun taka okkur um tvo mánuði að safna aftur. En við vonum að við fáum fleiri Íslandsforeldra, því þó það séu bara 500 krónur á mánuði þá skiptir það okkur miklu máli,“ segir Ásgerður Jóna. Allt fé sem safnast í átakinu verður nýtt í þeim tilgangi að auka hollustu barnafjölskyldna. Þá fá Íslandsforeldrar nákvæmt yfirlit yfir það í hvað styrkir þeirra fóru og hver heildarfjöldi styrkveitenda verkefnisins verður. Er þessi háttur hafður á í stað þess að tengja hvert Íslandsforeldri við barn.Hægt er að leggja málefninu lið inni á heimasíðu Fjölskylduhjálpar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira