Innlent

Vilja leggja áherslu á krónutöluhækkanir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Landssamband framsóknarkvenna telur mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum verði forgangsraðað til að koma til móts við fólk með lægri- og meðaltekjur. Framsóknarkonur segja það best gert með áherslu á krónutöluhækkanir.

„Landssamband framsóknarkvenna tekur þannig undir orð forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra sem hafa bent á að svigrúm sé nú til staðar í atvinnulífinu,“ segir í tilkynningu frá landssambandinu.

Landssambandið telur krónutöluhækkanir á lægri- og meðaltekjur eðlileg krafa þar sem skattar hafa lækkað í atvinnulífinu, til dæmis í ferðaþjónustu og á sjávarútvegsfyrirtæki og þess vegna eðlilegt að skattalækkanirnar skili sér til heimilanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×