Innlent

Harður árekstur á Miklubraut í morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir að lúmsk hálka hafi verið á götum borgarinnar í morgun.
Lögreglan segir að lúmsk hálka hafi verið á götum borgarinnar í morgun. Vísir/Vilhelm
Harður árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar á tíunda tímanum í morgun. Tveir bílar skullu þar saman af miklum krafti og slasaðist fólk í bílunum, en tveir voru í hvorum bíl. Fólkið var flutt á slysadeild í sjúkrabílum.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var mikið brak á gatnamótunum eftir áreksturinn. Því þurfti að kalla til hreinsunardeild borgarinnar, en einnig þurfti að kalla til tæknimenn. Umferðarljós höfðu skemmst í árekstrinum og nota þurfti kranabíla til að taka bílana í burtu.

Ekki liggur fyrir hve alvarlega einstaklingarnir fjórir slösuðust, en samkvæmt lögreglunni var lúmsk hálka á götum borgarinnar í morgunsárið.

Skömmu fyrir átta hafnaði fólksbifreið á stórum steini við Hrísmóa. Þar að auki var ekið á umferðaljós við Álfheima. Enginn slasaðist í slysunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×