Styrkar stoðir Ragnar Guðmundsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Áliðnaðurinn á Íslandi er í raun ungur. Fyrir 20 árum voru 100 þúsund tonn af áli framleidd í Straumsvík, í eina álverinu sem þá var rekið á Íslandi. Í dag nemur framleiðslan 850 þúsund tonnum í þremur álverum. Útflutningstekjur af áli á síðasta ári nema 227 milljörðum króna eða um 40% af útflutningsverðmæti okkar Íslendinga, sem er svipað því sem sjávarútvegur skilar. Fyrir 20 árum voru sjávarútvegur og byggingariðnaður helsti vettvangur fyrir þjónustu íslenskra verktakafyrirtækja. Fyrir aðeins 10 árum voru erlend verktakafyrirtæki að byggja á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði. Í dag starfa hundruð verkfræðinga og hundruð tæknimanna við að þjónusta áliðnað á Íslandi – og erlendis. Nú eru íslensk verktakafyrirtæki í stakk búin til að taka að sér hvaða verkefni sem er. Það er þekkingin sem ávannst við virkjanir fyrir álver sem hefur skapað þessa kunnáttu og verðmæti. Öfugt við það sem sumir halda, eru ekki einungis þrjú álfyrirtæki á Íslandi, heldur skipta þau hundruðum. Þessi styrkur og breidd kom berlega í ljós á glæsilegum haustfundi íslenska álklasans þegar fulltrúar 80 fyrirtækja og stofnana komu saman. Ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn og það segir sína sögu að árið 2014 keyptu álverin þjónustu af um 700 fyrirtækjum fyrir um 25 milljarða.Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að um 10% af vergri landsframleiðslu verða til vegna þessara fyrirtæka, fyrirtækja í orku-áliðnaði. Það eru 10% af allri verðmætasköpun í landinu. Eins og myndin sýnir þá hefur hlutur iðnaðar vaxið umtalsvert þegar kemur að útflutningsverðmætum íslensku þjóðarinnar. Við Íslendingar sannreyndum fyrir nokkrum árum hve miklu það skiptir að hafa hér öfluga grunnatvinnuvegi. Atvinnuvegi sem skapa þjóðinni verðmætar útflutningsvörur og gjaldeyristekjur þegar mest á reynir og flest annað bregst. Þessir grunnatvinnuvegir eru sjávarútvegur og áliðnaður. Þá er ástæða til að gleðjast yfir vexti ferðaiðnaðar. Áliðnaðurinn hefur skapað gríðarleg verðmæti fyrir þjóðina. Um 1.500 manns starfa við áliðnaðinn. Afleidd störf eru um 5.000. Mikill og öflugur þekkingariðnaður hefur skapast í kringum áliðnaðinn og verðmæti orkufyrirtækja. Styrkleikar okkar sem samfélags til aukinnar atvinnusóknar og uppbyggingar liggja einkum á þremur sviðum. Sjávarútvegi, ferðamennsku, og grænum orkuiðnaði. Þetta eru meginstoðirnar og uppbygging þeirra getur og á að fara saman. Þetta eru styrkar stoðir sem framþróun, nýsköpun og sprotastarf byggir á. Grunnforsendan er alltaf öflugir grunnatvinnuvegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Áliðnaðurinn á Íslandi er í raun ungur. Fyrir 20 árum voru 100 þúsund tonn af áli framleidd í Straumsvík, í eina álverinu sem þá var rekið á Íslandi. Í dag nemur framleiðslan 850 þúsund tonnum í þremur álverum. Útflutningstekjur af áli á síðasta ári nema 227 milljörðum króna eða um 40% af útflutningsverðmæti okkar Íslendinga, sem er svipað því sem sjávarútvegur skilar. Fyrir 20 árum voru sjávarútvegur og byggingariðnaður helsti vettvangur fyrir þjónustu íslenskra verktakafyrirtækja. Fyrir aðeins 10 árum voru erlend verktakafyrirtæki að byggja á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði. Í dag starfa hundruð verkfræðinga og hundruð tæknimanna við að þjónusta áliðnað á Íslandi – og erlendis. Nú eru íslensk verktakafyrirtæki í stakk búin til að taka að sér hvaða verkefni sem er. Það er þekkingin sem ávannst við virkjanir fyrir álver sem hefur skapað þessa kunnáttu og verðmæti. Öfugt við það sem sumir halda, eru ekki einungis þrjú álfyrirtæki á Íslandi, heldur skipta þau hundruðum. Þessi styrkur og breidd kom berlega í ljós á glæsilegum haustfundi íslenska álklasans þegar fulltrúar 80 fyrirtækja og stofnana komu saman. Ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn og það segir sína sögu að árið 2014 keyptu álverin þjónustu af um 700 fyrirtækjum fyrir um 25 milljarða.Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að um 10% af vergri landsframleiðslu verða til vegna þessara fyrirtæka, fyrirtækja í orku-áliðnaði. Það eru 10% af allri verðmætasköpun í landinu. Eins og myndin sýnir þá hefur hlutur iðnaðar vaxið umtalsvert þegar kemur að útflutningsverðmætum íslensku þjóðarinnar. Við Íslendingar sannreyndum fyrir nokkrum árum hve miklu það skiptir að hafa hér öfluga grunnatvinnuvegi. Atvinnuvegi sem skapa þjóðinni verðmætar útflutningsvörur og gjaldeyristekjur þegar mest á reynir og flest annað bregst. Þessir grunnatvinnuvegir eru sjávarútvegur og áliðnaður. Þá er ástæða til að gleðjast yfir vexti ferðaiðnaðar. Áliðnaðurinn hefur skapað gríðarleg verðmæti fyrir þjóðina. Um 1.500 manns starfa við áliðnaðinn. Afleidd störf eru um 5.000. Mikill og öflugur þekkingariðnaður hefur skapast í kringum áliðnaðinn og verðmæti orkufyrirtækja. Styrkleikar okkar sem samfélags til aukinnar atvinnusóknar og uppbyggingar liggja einkum á þremur sviðum. Sjávarútvegi, ferðamennsku, og grænum orkuiðnaði. Þetta eru meginstoðirnar og uppbygging þeirra getur og á að fara saman. Þetta eru styrkar stoðir sem framþróun, nýsköpun og sprotastarf byggir á. Grunnforsendan er alltaf öflugir grunnatvinnuvegir.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun