Innlent

Ekið á stúlku í Engjaseli

Bjarki Ármannsson skrifar
Áreksturinn varð í Breiðholti í dag.
Áreksturinn varð í Breiðholti í dag. Vísir/GVA
Ekið var á fimmtán ára stúlku í Engjaseli í Breiðholti eftir hádegi í dag. 

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt henni barst tilkynning um atvikið klukkan kortér í tvö í dag. 

Frekari upplýsingar um slysið koma ekki fram í skýrslunni. Ekki hefur fengist staðfest hvort stúlkan hafi verið flutt á slysadeild eða hvort hún hafi slasast alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×