Nýja Millenium-bókin er tilbúin Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2015 16:47 Noomi Rapace í hlutverki Lisbeth Salander, Stieg Larsson og David Lagercrantz. Fjórða bókin í Millenium-bókaröð sænska rithöfundarins Stieg Larsson er nú tilbúin og mun hún koma út þann 27. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter.Larsson lést árið 2004 og var þá kominn vel á veg með fjórðu bókina, þó að fyrstu þrjár höfðu þá enn ekki verið gefnar út. Þessi fjórða bók byggir þó ekki á handriti Larssons heldur er það sænski rithöfundurinn David Lagercrantz sem skrifar bókina. Lagercrantz er einna helst þekktur fyrir að hafa skrifað ævisögu sænska knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimovic. Bókin mun koma út í 35 löndum samtímis, þar á meðal Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis mun Halla Kjartansdóttir þýða verkið yfir á íslensku líkt og fyrri bækurnar þrjár. Bókin verður um 500 síður að lengd og ber heitið „Det som inte dödar oss“ eða „Það sem drepur okkur ekki“, sem er vísun í orð þýska heimsspekingsins Friedrich Nietzsche um að „það sem drepur þig ekki styrkir þig.“ Linda Altrov Berg, starfsmaður hjá Norstedts Agency, segir útgáfuna vera einstaka og telur hún fullvíst að aldrei áður hafi útgáfa sænskrar bókar verið með þessum hætti. „Síðasta dæmið um eitthvað í þessa veru var örugglega Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown.“ Fyrstu bækurnar þrjár, Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi komu út á árunum 2005 til 2007. Talið er að um 75 milljónir manna hafi lesið bækurnar sem fjalla um rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist og tölvusnillinginn Lisbeth Salander. Eva Gabrielsson, ekkja Larssons, hefur gagnrýnt það mjög að til standi að gefa út fjórðu bókina. Segir hún að bókaflokknum hafi verið lokið með þeim þremur bókum sem hann hafi fullklárað. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira
Fjórða bókin í Millenium-bókaröð sænska rithöfundarins Stieg Larsson er nú tilbúin og mun hún koma út þann 27. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter.Larsson lést árið 2004 og var þá kominn vel á veg með fjórðu bókina, þó að fyrstu þrjár höfðu þá enn ekki verið gefnar út. Þessi fjórða bók byggir þó ekki á handriti Larssons heldur er það sænski rithöfundurinn David Lagercrantz sem skrifar bókina. Lagercrantz er einna helst þekktur fyrir að hafa skrifað ævisögu sænska knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimovic. Bókin mun koma út í 35 löndum samtímis, þar á meðal Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis mun Halla Kjartansdóttir þýða verkið yfir á íslensku líkt og fyrri bækurnar þrjár. Bókin verður um 500 síður að lengd og ber heitið „Det som inte dödar oss“ eða „Það sem drepur okkur ekki“, sem er vísun í orð þýska heimsspekingsins Friedrich Nietzsche um að „það sem drepur þig ekki styrkir þig.“ Linda Altrov Berg, starfsmaður hjá Norstedts Agency, segir útgáfuna vera einstaka og telur hún fullvíst að aldrei áður hafi útgáfa sænskrar bókar verið með þessum hætti. „Síðasta dæmið um eitthvað í þessa veru var örugglega Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown.“ Fyrstu bækurnar þrjár, Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi komu út á árunum 2005 til 2007. Talið er að um 75 milljónir manna hafi lesið bækurnar sem fjalla um rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist og tölvusnillinginn Lisbeth Salander. Eva Gabrielsson, ekkja Larssons, hefur gagnrýnt það mjög að til standi að gefa út fjórðu bókina. Segir hún að bókaflokknum hafi verið lokið með þeim þremur bókum sem hann hafi fullklárað.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira