78 milljarðar í vaxtagreiðslur ríkisins: „Þetta er óásættanlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:15 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. Vísir/Daníel Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira