Íþróttahreyfingin andleg veikindi og vanlíðan Eymundur L.Eymundsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar