Kappið eða fegurðin Anna G. Steinsen skrifar 24. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki eyða jafnan löngum tíma í að finna gildi sem eiga að endurspegla stefnu fyrirtækisins. Sumir starfsmenn muna þau aldrei, kannski af því að þau eru ekki nógu vel kynnt eða innleidd í menningu fyrirtækisins. Öðrum tekst betur upp. Hvað með okkar eigin gildi? Það getur vel verið að við höfum ákveðin gildi án þess að vera eitthvað að hugsa um þau sérstaklega og hvort sem þau eru okkur ljós eða ekki þá hafa þau mikil áhrif á það hvernig við lifum lífinu, bæði hvað varðar ákvarðanir og hegðun. Dæmi um persónuleg gildi eru til dæmis heiðarleiki, kærleikur, vilji, jákvæðni. Ef við gefum okkur tíma og skilgreinum hver okkar gildi eru í lífinu þá er spurningin hvort við lifum eftir þeim eða hvort þau eru orð á blaði. Ef eitt af okkar gildum er jákvæðni, erum við þá að lifa samkvæmt því? Skrif á daglegum tölvupóstum og fésbókarfærslum, samræmist það því að ég vil vera jákvæð eða er ég kannski bara jákvæð “ spari“ og gleymi mér þegar ég sekk djúpt inn í mitt þægindasvið, sófann með tölvuna. Þegar leikurinn stóð sem hæst, í aðdraganda hrunsins..... hefði þá ekki verið gott að staldra við og hugsa.....þessi ákvörðun, samtal, tölvupóstur, verknaður, ....samræmist hann því hver ég er og því sem ég stend fyrir? Er þetta í takt við mín gildi og minn kjarna. Eða er kappið hugsanlega farið að bera fegurðina ofurliði? Daglegir hluti eins og hvernig við tölum við börnin okkar, maka og starfsfélaga, er ég mikið að baktala aðra eða gagnrýna og ef svo er samræmist það því hver ég vil vera? Er það, sem ég set á samfélagsmiðlana til dæmis, að endurspegla mín gildi. Gefum okkur tíma til að staldra við í dagsins önn og skoða hver við erum og hvað við viljum standa fyrir. Það gæti haft jákvæð áhrif á okkur og aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrirtæki eyða jafnan löngum tíma í að finna gildi sem eiga að endurspegla stefnu fyrirtækisins. Sumir starfsmenn muna þau aldrei, kannski af því að þau eru ekki nógu vel kynnt eða innleidd í menningu fyrirtækisins. Öðrum tekst betur upp. Hvað með okkar eigin gildi? Það getur vel verið að við höfum ákveðin gildi án þess að vera eitthvað að hugsa um þau sérstaklega og hvort sem þau eru okkur ljós eða ekki þá hafa þau mikil áhrif á það hvernig við lifum lífinu, bæði hvað varðar ákvarðanir og hegðun. Dæmi um persónuleg gildi eru til dæmis heiðarleiki, kærleikur, vilji, jákvæðni. Ef við gefum okkur tíma og skilgreinum hver okkar gildi eru í lífinu þá er spurningin hvort við lifum eftir þeim eða hvort þau eru orð á blaði. Ef eitt af okkar gildum er jákvæðni, erum við þá að lifa samkvæmt því? Skrif á daglegum tölvupóstum og fésbókarfærslum, samræmist það því að ég vil vera jákvæð eða er ég kannski bara jákvæð “ spari“ og gleymi mér þegar ég sekk djúpt inn í mitt þægindasvið, sófann með tölvuna. Þegar leikurinn stóð sem hæst, í aðdraganda hrunsins..... hefði þá ekki verið gott að staldra við og hugsa.....þessi ákvörðun, samtal, tölvupóstur, verknaður, ....samræmist hann því hver ég er og því sem ég stend fyrir? Er þetta í takt við mín gildi og minn kjarna. Eða er kappið hugsanlega farið að bera fegurðina ofurliði? Daglegir hluti eins og hvernig við tölum við börnin okkar, maka og starfsfélaga, er ég mikið að baktala aðra eða gagnrýna og ef svo er samræmist það því hver ég vil vera? Er það, sem ég set á samfélagsmiðlana til dæmis, að endurspegla mín gildi. Gefum okkur tíma til að staldra við í dagsins önn og skoða hver við erum og hvað við viljum standa fyrir. Það gæti haft jákvæð áhrif á okkur og aðra.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar