Fyrrverandi landsliðsmaður í golfi: „Ég keyrði mig áfram á dópi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 21:32 Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. Hann sagði sögu sína í sérstökum þætti á Stöð 2 vegna landssöfnunar Samhjálpar sem nú stendur yfir. Verið er að safna fyrir endurbyggingu Hlaðgerðarkots. Um 60-70 manns sækja meðferð þar á ári hverju en þörfin er mikil fyrir því að taka á móti fleirum. Sigurþór barðist um langt skeið við áfengis-og áfengisvímuefnafíkn en hann byrjaði að drekka þegar hann var 14-15 ára gamall. „Uppeldi mitt var gott að mörgu leyti en ég var alltaf að glíma við samþykkið. Mér fannst ég ekki samþykkur. Mamma mín er yndisleg kona og fósturpabbi minn yndislegur maður nema þegar hann drakk áfengi, þá breyttist hann í andstæðu sína og var hræddur, lítið barn.“Fúnkerandi alkóhólisti í nokkur ár Hann byrjaði að djamma meira og meira og fór í sína fyrstu meðferð 18 ára en féll mánuði eftir að hann kom úr henni. „Þar prófaði ég í fyrsta skipti kókaín sem varð svona mitt efni og þar hófst mín barátta,“ segir Sigurþór. Hann segir kókaínið hafa leitt sig í undirheima Reykjavíkur, hann byrjaði að selja eiturlyf til að eiga fyrir neyslunni en lifði í raun tvöföldu lífi. Hann var landsliðsmaður í golfi og vann sína vinnu en drakk og dópaði um helgar. Þegar hann var 22 ára fékk hann svo algjört ógeð á eiturlyfjum og náði að halda því þannig í tvö ár en svo breyttist hugarfarið á ný. „Þarna kynnist ég svo konu sem ég var með í nokkur ár og ég var fúnkerandi alkóhólisti vil ég meina. Ég fékk annað tækifæri og komst í A-landslið karla í golfi og þá hélt ég mér þokkalega á mottunni í nokkur ár.“Þrettán meðferðir á þremur árum En það urðu vatnaskil þegar pabbi Sigurþórs dó árið 2010. Sigurþór var einkasonur hans og fékk arf sem hann segist hafa verið fljótur að eyða. „Þá brotnar allt sem brotnað getur. [...] Ég fer á algjört flug. Ég gef skít í allt sem mér er annt um. Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, var með frábæra íbúð í Garðabænum, átti flottan bíl og var í deitmenningunni hérna á Íslandi. [...] Ég fór að taka djammið og tjúttið alltof hart,“ segir Sigurþór. Hann fór í þrettán meðferðir á árunum 2010 til 2013 en féll alltaf aftur. Síðustu þrjá mánuðina sem hann var í neyslu bjó hann á götunni. „Ég bjó ekki einu sinni í gistiskýlum, ég var ekki einu sinni sofandi. Ég er vakandi allan tímann. Ég keyrði mig áfram á dópi, róandi lyfjum og áfengi.“Sigurgangan hófst á Hlaðgerðarkoti Sigurþór fór svo inn á Hlaðgerðarkot þann 7. ágúst 2013. Hann segir vendipunktinn vera mömmu sína en hann man sjálfur ekki eftir því að hafa hringt þangað. Hann telur að hún hafi gert það. „Þar byrjar mín sigurganga, gaman að segja frá. Þetta var virkilega erfið meðferð og hún var kannski erfið vegna þess að ég tók á mínum vandamálum þarna inni. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti.“ Í dag er Sigurþór á góðum stað í lífinu, með góða vinnu og trúlofaður en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Allar upplýsingar um landssöfnun Samhjálpar má finna á vefsíðunni samhjalp.is og horfa má á beina útsendingu frá söfnunarþættinum hér. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. Hann sagði sögu sína í sérstökum þætti á Stöð 2 vegna landssöfnunar Samhjálpar sem nú stendur yfir. Verið er að safna fyrir endurbyggingu Hlaðgerðarkots. Um 60-70 manns sækja meðferð þar á ári hverju en þörfin er mikil fyrir því að taka á móti fleirum. Sigurþór barðist um langt skeið við áfengis-og áfengisvímuefnafíkn en hann byrjaði að drekka þegar hann var 14-15 ára gamall. „Uppeldi mitt var gott að mörgu leyti en ég var alltaf að glíma við samþykkið. Mér fannst ég ekki samþykkur. Mamma mín er yndisleg kona og fósturpabbi minn yndislegur maður nema þegar hann drakk áfengi, þá breyttist hann í andstæðu sína og var hræddur, lítið barn.“Fúnkerandi alkóhólisti í nokkur ár Hann byrjaði að djamma meira og meira og fór í sína fyrstu meðferð 18 ára en féll mánuði eftir að hann kom úr henni. „Þar prófaði ég í fyrsta skipti kókaín sem varð svona mitt efni og þar hófst mín barátta,“ segir Sigurþór. Hann segir kókaínið hafa leitt sig í undirheima Reykjavíkur, hann byrjaði að selja eiturlyf til að eiga fyrir neyslunni en lifði í raun tvöföldu lífi. Hann var landsliðsmaður í golfi og vann sína vinnu en drakk og dópaði um helgar. Þegar hann var 22 ára fékk hann svo algjört ógeð á eiturlyfjum og náði að halda því þannig í tvö ár en svo breyttist hugarfarið á ný. „Þarna kynnist ég svo konu sem ég var með í nokkur ár og ég var fúnkerandi alkóhólisti vil ég meina. Ég fékk annað tækifæri og komst í A-landslið karla í golfi og þá hélt ég mér þokkalega á mottunni í nokkur ár.“Þrettán meðferðir á þremur árum En það urðu vatnaskil þegar pabbi Sigurþórs dó árið 2010. Sigurþór var einkasonur hans og fékk arf sem hann segist hafa verið fljótur að eyða. „Þá brotnar allt sem brotnað getur. [...] Ég fer á algjört flug. Ég gef skít í allt sem mér er annt um. Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, var með frábæra íbúð í Garðabænum, átti flottan bíl og var í deitmenningunni hérna á Íslandi. [...] Ég fór að taka djammið og tjúttið alltof hart,“ segir Sigurþór. Hann fór í þrettán meðferðir á árunum 2010 til 2013 en féll alltaf aftur. Síðustu þrjá mánuðina sem hann var í neyslu bjó hann á götunni. „Ég bjó ekki einu sinni í gistiskýlum, ég var ekki einu sinni sofandi. Ég er vakandi allan tímann. Ég keyrði mig áfram á dópi, róandi lyfjum og áfengi.“Sigurgangan hófst á Hlaðgerðarkoti Sigurþór fór svo inn á Hlaðgerðarkot þann 7. ágúst 2013. Hann segir vendipunktinn vera mömmu sína en hann man sjálfur ekki eftir því að hafa hringt þangað. Hann telur að hún hafi gert það. „Þar byrjar mín sigurganga, gaman að segja frá. Þetta var virkilega erfið meðferð og hún var kannski erfið vegna þess að ég tók á mínum vandamálum þarna inni. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti.“ Í dag er Sigurþór á góðum stað í lífinu, með góða vinnu og trúlofaður en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Allar upplýsingar um landssöfnun Samhjálpar má finna á vefsíðunni samhjalp.is og horfa má á beina útsendingu frá söfnunarþættinum hér.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira