Innlent

Handtekinn í Skeifunni í morgun

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Maðurinn var drukkinn og hafði veist að unnustu sinni.
Maðurinn var drukkinn og hafði veist að unnustu sinni. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Skeifunni snemma í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn mjög ölvaður og hafði veist að unnustu sinni.

Maðurinn vildi ekki gefa upp nafn eða kennitölu og hrækti á lögreglumanna. Hann var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.

Um svipað leiti í morgun var maður handtekinn við Hlemm grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var ölvaður og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×